Almennar fréttir / 19. september 2019

Snjallsorp á Hafnartorgi

Á Hafnartorgi er nú komið í notkun glænýtt og snjallt sorpflokkunarkerfi sem eykur hagkvæmni og fjárhagslegan ávinning af flokkun. Notendur skrá sig inn í kerfið og sérstakur búnaður vigtar sorp hvers og eins. Kerfið köllum við Snjallsorp. Með lausninni er skráð niður á notanda með rafrænum hætti magn og flokk þess sorps sem losað er. Með því næst aukin hagkvæmni og fjárhagslegur ávinningur af flokkun verður enn sýnilegri en áður hefur þekkst. Flokkunarstöðin þjónar verslunum og skrifstofum á svæðinu og er liður í aukinni áherslu Regins á umhverfismál og ábyrga umgengni. Lausnin hefur fengið góðar viðtökur fyrstu notenda sem fagna gegnsæi og auðveldri notkun og margir hafa orð á því að í fyrsta sinn sé sorp spennandi og og sveipað jákvæðu yfirbragði. Flokkunarstöðin er staðsett í kjallara Hafnartorgs og flokkað er í sex mismunandi flokka. Hver notandi hefur aðgangskort sem lagt er upp að skynjara við viðeigandi lúgu til að skrá notandann inn. Við það opnast lúgan og fyrir innan hana er ílát á vog. Þegar hent er í ílátið nemur vogin þyngdaraukningu í ílátinu sem skráir notkunina á viðkomandi notanda og hver og einn greiðir eingöngu fyrir eigin notkun.

Notendur geta séð flokkunarhlutfall og borið saman árangur milli mánaða. Snjalllausnin gerir kleift að samnýta rými og ílát, samhliða því að hver og einn greiðir einungis fyrir eigin notkun. Félagið er stolt af þessari lausn og hlakkar til að innleiða hana á önnur kjarnasvæði í framtíðinni.

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.