Almennar fréttir / 19. september 2019

Snjallsorp á Hafnartorgi

Á Hafnartorgi er nú komið í notkun glænýtt og snjallt sorpflokkunarkerfi sem eykur hagkvæmni og fjárhagslegan ávinning af flokkun. Notendur skrá sig inn í kerfið og sérstakur búnaður vigtar sorp hvers og eins. Kerfið köllum við Snjallsorp. Með lausninni er skráð niður á notanda með rafrænum hætti magn og flokk þess sorps sem losað er. Með því næst aukin hagkvæmni og fjárhagslegur ávinningur af flokkun verður enn sýnilegri en áður hefur þekkst. Flokkunarstöðin þjónar verslunum og skrifstofum á svæðinu og er liður í aukinni áherslu Regins á umhverfismál og ábyrga umgengni. Lausnin hefur fengið góðar viðtökur fyrstu notenda sem fagna gegnsæi og auðveldri notkun og margir hafa orð á því að í fyrsta sinn sé sorp spennandi og og sveipað jákvæðu yfirbragði. Flokkunarstöðin er staðsett í kjallara Hafnartorgs og flokkað er í sex mismunandi flokka. Hver notandi hefur aðgangskort sem lagt er upp að skynjara við viðeigandi lúgu til að skrá notandann inn. Við það opnast lúgan og fyrir innan hana er ílát á vog. Þegar hent er í ílátið nemur vogin þyngdaraukningu í ílátinu sem skráir notkunina á viðkomandi notanda og hver og einn greiðir eingöngu fyrir eigin notkun.

Notendur geta séð flokkunarhlutfall og borið saman árangur milli mánaða. Snjalllausnin gerir kleift að samnýta rými og ílát, samhliða því að hver og einn greiðir einungis fyrir eigin notkun. Félagið er stolt af þessari lausn og hlakkar til að innleiða hana á önnur kjarnasvæði í framtíðinni.

Annað fréttnæmt

08. jún.

Valfrjálst yfirtökutilboð Regins hf. í Eik fasteignafélag hf.

Stjórn Regins hefur sent tilkynningu í Kauphöll Íslands þar sem tilkynnt var um ákvörðun stjórnar um að lagt verði fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf. Við sjáum fyrir okkur nýja sókn þessara tveggja félaga undir nýju nafni og merki.
07. jún.

Fasteignamat 2024

Fasteignamat eignasafns Regins kemur til með að hækka um 2% milli áranna 2023 og 2024. Atvinnuhúsnæði í heild sinni á landinu hækkar hins vegar um 4,8%.
26. maí

Reginn gefur út nýja græna skuldabréfaflokka

Þann 25. maí 2023 voru gefnir út tveir nýir grænir skuldabréfaflokkar. Báðir flokkarnir eru grænir og eru veðtryggðir undir almenna tryggingarfyrirkomulagi Regins. Með farsælu útboði á þessum tveimur flokkum náðust öll meginmarkmið félagsins og standa meðal verðtryggðir vextir félagsins í um 2,84% í kjölfar útboðsins.