Almennar fréttir / 8. janúar 2020

Smáralind fær alþjóðlega BREEAM umhverfisvottun

Smáralind hefur hlotið fyrstu BREEAM In-Use vottun á Íslandi. Niðurstaða vottunarinnar er sú að Smáralind hlaut einkunnina „Very good“.

BREEAM vistvottunakerfi er alþjóðlegur staðall og vottunarkerfi fyrir byggingar á rekstrartíma þeirra. Almennt séð veitir vottunin, sem gefin er út af óháðum aðila, yfirsýn yfir frammistöðu Smáralindar í umhverfismálum og sjálfbærni.

Vottun á þessu stóra og flókna mannvirki er mikilvægt skref fram á við hjá félaginu í átt til útgáfu grænna skuldabréfa.

Reginn hefur sett sér metnaðarfulla sjálfbærnistefnu sem m.a. felur í sér að félagið ætlar að vera leiðandi í umhverfisvottun fasteigna, þar sem fylgt er alþjóðlegum kröfum um umhverfisþætti, áhættustýringu og rekstur. Þessi vottun er því í fullu samræmi við þá stefnu.

Nánari upplýsingar
Helgi S. Gunnarsson – Forstjóri – helgi@reginn.is – S: 512 8900 / 899 6262

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.