Almennar fréttir / 8. janúar 2020

Smáralind fær alþjóðlega BREEAM umhverfisvottun

Smáralind hefur hlotið fyrstu BREEAM In-Use vottun á Íslandi. Niðurstaða vottunarinnar er sú að Smáralind hlaut einkunnina „Very good“.

BREEAM vistvottunakerfi er alþjóðlegur staðall og vottunarkerfi fyrir byggingar á rekstrartíma þeirra. Almennt séð veitir vottunin, sem gefin er út af óháðum aðila, yfirsýn yfir frammistöðu Smáralindar í umhverfismálum og sjálfbærni.

Vottun á þessu stóra og flókna mannvirki er mikilvægt skref fram á við hjá félaginu í átt til útgáfu grænna skuldabréfa.

Reginn hefur sett sér metnaðarfulla sjálfbærnistefnu sem m.a. felur í sér að félagið ætlar að vera leiðandi í umhverfisvottun fasteigna, þar sem fylgt er alþjóðlegum kröfum um umhverfisþætti, áhættustýringu og rekstur. Þessi vottun er því í fullu samræmi við þá stefnu.

Nánari upplýsingar
Helgi S. Gunnarsson – Forstjóri – helgi@reginn.is – S: 512 8900 / 899 6262

Annað fréttnæmt

08. jún.

Valfrjálst yfirtökutilboð Regins hf. í Eik fasteignafélag hf.

Stjórn Regins hefur sent tilkynningu í Kauphöll Íslands þar sem tilkynnt var um ákvörðun stjórnar um að lagt verði fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf. Við sjáum fyrir okkur nýja sókn þessara tveggja félaga undir nýju nafni og merki.
07. jún.

Fasteignamat 2024

Fasteignamat eignasafns Regins kemur til með að hækka um 2% milli áranna 2023 og 2024. Atvinnuhúsnæði í heild sinni á landinu hækkar hins vegar um 4,8%.
26. maí

Reginn gefur út nýja græna skuldabréfaflokka

Þann 25. maí 2023 voru gefnir út tveir nýir grænir skuldabréfaflokkar. Báðir flokkarnir eru grænir og eru veðtryggðir undir almenna tryggingarfyrirkomulagi Regins. Með farsælu útboði á þessum tveimur flokkum náðust öll meginmarkmið félagsins og standa meðal verðtryggðir vextir félagsins í um 2,84% í kjölfar útboðsins.