Smáralind var efst í flokki verslunarmiðstöðva í niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar en verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Grand Hótel í morgun. Smáralind fékk einkunina 71,59 af 100 mögulegum.
Íslenska ánægjuvogin er í eigu Stjórnvísi og könnunin er framkvæmd af Zenter rannsóknum. Markmiðið er að mæla ánægju viðskiptavina gagnvart fyrirtækjunum en einnig er horft til annarra þátta eins og ímynd, mat á gæðum og tryggð viðskiptavinanna.
Starfsfólk Smáralindar og Regins eru afar þakklát fyrir þessa viðurkenningu sem rekstraraðilar í Smáralind eiga stóran þátt í. Við munum svo sannarlega nýta þetta sem hvata til enn betri verka á næstu misserum.
22.
jún.

Reginn og Yuzu undirrita leigusamning
Undirritaður hefur verið samningur milli Regins og Yuzu ehf. um leigu á rými í Litlatúni 3 í Garðabæ.
01.
jún.

Stækkun Hafnartorgs fær nafnið Hafnartorg Gallery
Hafnartorgssvæðið stækkar umtalsvert í sumar en á næstu vikum opnar nýr áfangastaður með verslunum og veitingastöðum við gömlu höfnina í Reykjavík. Staðurinn hefur nú fengið nafnið Hafnartorg Gallery en þar verður að finna vandaðar verslanir, úrval af mat og drykk fyrir öll tækifæri auk menningartengdrar starfssemi.
27.
apr.

Framtíðin í smásölu
Fyrsta skólavetri Smáralindarskólans lauk með fyrirlestri sem haldin var í Smárabíói þann 26. apríl. Fyrirlesturinn fjallaði um framtíðina í smásölu. Sænski retail ráðgjafinn, Håkan Pehrsson, hélt afar áhugavert erindi um hvernig smásölubransinn er að þróast og hvar helstu tækifærin liggja í smásölu næstu misserin.