Almennar fréttir / 29. janúar 2021

Smáralind efst verslunarmiðstöðva í Íslensku ánægjuvoginni

Smáralind var efst í flokki verslunarmiðstöðva í niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar en verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Grand Hótel í morgun. Smáralind fékk einkunina 71,59 af 100 mögulegum.
Íslenska ánægjuvogin er í eigu Stjórnvísi og könnunin er framkvæmd af Zenter rannsóknum. Markmiðið er að mæla ánægju viðskiptavina gagnvart fyrirtækjunum en einnig er horft til annarra þátta eins og ímynd, mat á gæðum og tryggð viðskiptavinanna.
Starfsfólk Smáralindar og Regins eru afar þakklát fyrir þessa viðurkenningu sem rekstraraðilar í Smáralind eiga stóran þátt í. Við munum svo sannarlega nýta þetta sem hvata til enn betri verka á næstu misserum.

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.