Almennar fréttir / 10. janúar 2022

Smáralind 20 ára - fjölmargar nýjar og glæsilegar verslanir

Smáralind fagnaði 20 ára afmæli í október s.l. og það er sérstaklega ánægjulegt að á afmælisárinu bættust fjölmargar glæsilegar verslanir við flóruna í Smáralind. Bæði hefur verið um að ræða samstarfsverkefni með núverandi viðskiptavinum og svo verkefni með nýjum rekstraraðilum í Smáralind. Alls var skrifað undir leigusamninga við 9 verslanir á árinu síðasta og heildarfermetrafjöldi þeirra um 2.500 talsins.

 

 

 

 

  • Verslunin Sautján flutti í nýtt og glæsilegt rými á 2. hæð við hlið verslunarinnar Air. Hjá Sautján er eftir sem áður boðið upp á góða þjónustu og hágæða tískuvörumerki eins og Calvin Klein, Samsö, Kenzo og fleiri sem öll njóta sín enn betur í glæsilegri umgjörð í hinu nýja rými.
  • Skóverslunin Steinar Waage flutti sig um set og opnaði stórglæsilega og stærri verslun á 2. hæð við hliðina á Lindex. Boðið er upp á öll fremstu vörumerkin í skófatnaði ásamt því að bjóða upp á “shop in shop” bæði fyrir Ecco og Skechers. Bakrými verslunarinnar er einkar nýstárlegt og hýsir netverslun S4S auk framúrskarandi starfsmannaaðstöðu.           
  • Stórglæsileg Kultur menn verslun opnaði á 2. hæð við hliðina á Zöru. Í Kultur er lögð áhersla á gæða þjónustu og vandaðar vörur á breiðu verðbili frá þekktum vörumerkjum. Má þar nefna Paul Smith, Tiger of Sweden, J. Lindeberg, Tommy Hilfiger og Matinique. Einnig er boðið upp á svokallaða „Shop in Shop“ golfverslun sem selur vinsæla J. Lindeberg-golffatnaðinn og fylgihluti fyrir öll kynin.
  • Rétt fyrir jól opnaði Snúran stórglæsilega lífstíls- og húsgagnaverslun á 1. hæð við hlið H&M. Snúran kappkostar við að bjóða upp á fjölbreytt og vandað úrval húsgagna, ljósa og almennra heimilismuna. Vel valdar vörur frá fjölmörgum heimsþekktum framleiðendum hafa verið aðalsmerki verslunarinnar.
  • Ein allra vinsælasta og glæsilegasta lífstílsverslun landsins, Líf og list, stækkaði verslun sína og býður nú upp á enn meira og glæsilegt úrval af eldhús og borðbúnaði frá heimsþekktum gæðamerkjum eins og Le Crusset, Eva solo, Georg Jensen, Rosendahl ofl.
  • Epal opnaði glæsilega hönnunar- og gjafavöruverslun á 2. hæð þar sem finna má vörur frá heimsþekktum hönnunarvörumerkjum eins og Montana, Arne Jacobsen, Hay og fleiri.
  • Snyrtivöruverslunin Elíra opnaði glæsilega verslun á 1. hæð við hlið Esprit og býður upp á hágæða húð- og förðunarvörur og einstaka þjónustu.
  • Þessu til viðbótar hefur nú nýlega verið skrifað undir samninga við tvo nýja rekstraraðila í Smáralind um opnun verslana með heimsþekktum vörumerkjum. Stefnt er á opnun þessara verslana snemma á þessu ári.

Annað fréttnæmt

27. apr.

Framtíðin í smásölu

Fyrsta skólavetri Smáralindarskólans lauk með fyrirlestri sem haldin var í Smárabíói þann 26. apríl. Fyrirlesturinn fjallaði um framtíðina í smásölu. Sænski retail ráðgjafinn, Håkan Pehrsson, hélt afar áhugavert erindi um hvernig smásölubransinn er að þróast og hvar helstu tækifærin liggja í smásölu næstu misserin.
10. jan.

Grænar áherslur Regins

Reginn er brautryðjandi og framsækið fasteignafélag sem telur grænar áherslur fyrirtækja vera einn af lykilþáttum í rekstri þeirra. Með samfélagslega ábyrga hugsun að leiðarljósi verða til ný viðskiptatækifæri og fyrirtæki verða samkeppnishæfari. Félagið einsetur sér að vera leiðandi í mótun og rekstri fasteigna með markvissum aðgerðum í rekstri þeirra, fjárfestingum, skipulagi, nýbyggingum og samvinnu við leigutaka.
04. des.

Reginn hf. undirritar samning um kaup á nýju hlutafé í Klasa ehf.

Reginn hf. hefur undirritað áskriftarsamning um áskrift að hlutafé í fasteignaþróunarfélaginu Klasa ehf., sbr. tilkynningu félagsins til Kauphallar þann 24. september sl. Þar kom fram að félagið hefði undirritað viljayfirlýsingu við Haga hf., Klasa ehf. og KLS eignarhaldsfélag ehf., núverandi eiganda Klasa ehf., um uppbyggingu og rekstur öflugs fasteignaþróunarfélags.