Almennar fréttir / 14. febrúar 2012

Samstarfssamningur undirritaður

Á laugardaginn sl. skrifuðu Knatthöllin ehf., rekstarfélag Egilshallarinnar, og UMF Fjölnir undir samning um aukið samstarf.

Fjölnir flutti höfuðstöðvar sínar í Egilshöll fyrir rúmu ári og er markmið samningsins m.a. að styrkja það góða samstarf sem byggst hefur upp á þeim tíma.

Einnig mun Fjölnir fá afhenta aðstöðu fyrir aðalskrifstofu sína og félagsheimili.

Fjölnir mun taka að sér umsjón með útleigu á knattspyrnu- og tennisvöllum til almennings og leiða markaðsstarf til kynningar á þeirri glæsilegu aðstöðu sem hefur verið að byggjast upp í og við Egilshöll á undanförnum árum. Með opnun kvikmyndahúss sl. haust og með opnun keiluhallar næsta haust er Egilshöllin að verða alhliða íþrótta- og afþreyingarmiðstöð með áherslu á fjölskyldufólk sem vill verja meiri tíma saman.

Samstarfssamningur undirritaður

Annað fréttnæmt

12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.