Almennar fréttir / 7. janúar 2017

Samningur um Alhliða íþróttahúsi við Egilshöll

ALHLIÐA ÍÞRÓTTAHÚS

Undirritaður hefur verið leigusamningur milli dótturfélags Regins, Knatthallarinnar ehf. og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu og leigu á Alhliða íþróttahúsi við Egilshöll. Húsið verður um 3.000 m2 og staðsett við suðurhlið Fimleikahúss sem tekið var í notkun 2015. Framkvæmdir við nýju bygginguna munu standa yfir allt árið 2017 og mun Reykjavíkurborg fá húsið afhent í byrjun 2018.

EGILSHÖLL MIÐSTÖÐ HEILSU OG AFÞREYINGAR

Egilshöll er eitt af flaggskipum Regins og er verkefni sem hefur tekist gríðarlega vel. Starfsemin í húsinu blómstrar og er aðsókn að húsinu að slá öll met. Mikið hefur verið lagt upp úr réttri samsetningu leigutaka sem miðar að því að byggja upp öfluga miðstöð á sviði íþrótta, afþreyingar, skemmtunar, heilsu- og heilbrigðisstarfsemi.

MÖRG ÓNÝTT TÆKIFÆRI

Það er enn pláss fyrir nýja og spennandi starfsemi í Egilshöll. Hafin er vinna við að útfæra aukin útleigusvæði innan og utan Egilshallar. Sem dæmi um ný verkefni er samstarf við stærsta Íþróttafélag landsins, Fjölnir, til að skapa aukinn tækifæri á útleigu aðstöðu til íþrótta og afþreyingar.

STARFSEMI leigutaka s.s. Keiluhallarinnar, World Class og  Sambíóanna gengur mjög vel. Það er einnig blómlegur rekstur hjá sólbaðstofunni Sælan og hárgreiðslustofunni Manhattan.

Egilshöll - yfirlit

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.