Almennar fréttir / 7. janúar 2017

Samningur um Alhliða íþróttahúsi við Egilshöll

ALHLIÐA ÍÞRÓTTAHÚS

Undirritaður hefur verið leigusamningur milli dótturfélags Regins, Knatthallarinnar ehf. og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu og leigu á Alhliða íþróttahúsi við Egilshöll. Húsið verður um 3.000 m2 og staðsett við suðurhlið Fimleikahúss sem tekið var í notkun 2015. Framkvæmdir við nýju bygginguna munu standa yfir allt árið 2017 og mun Reykjavíkurborg fá húsið afhent í byrjun 2018.

EGILSHÖLL MIÐSTÖÐ HEILSU OG AFÞREYINGAR

Egilshöll er eitt af flaggskipum Regins og er verkefni sem hefur tekist gríðarlega vel. Starfsemin í húsinu blómstrar og er aðsókn að húsinu að slá öll met. Mikið hefur verið lagt upp úr réttri samsetningu leigutaka sem miðar að því að byggja upp öfluga miðstöð á sviði íþrótta, afþreyingar, skemmtunar, heilsu- og heilbrigðisstarfsemi.

MÖRG ÓNÝTT TÆKIFÆRI

Það er enn pláss fyrir nýja og spennandi starfsemi í Egilshöll. Hafin er vinna við að útfæra aukin útleigusvæði innan og utan Egilshallar. Sem dæmi um ný verkefni er samstarf við stærsta Íþróttafélag landsins, Fjölnir, til að skapa aukinn tækifæri á útleigu aðstöðu til íþrótta og afþreyingar.

STARFSEMI leigutaka s.s. Keiluhallarinnar, World Class og  Sambíóanna gengur mjög vel. Það er einnig blómlegur rekstur hjá sólbaðstofunni Sælan og hárgreiðslustofunni Manhattan.

Egilshöll - yfirlit

Annað fréttnæmt

08. jún.

Valfrjálst yfirtökutilboð Regins hf. í Eik fasteignafélag hf.

Stjórn Regins hefur sent tilkynningu í Kauphöll Íslands þar sem tilkynnt var um ákvörðun stjórnar um að lagt verði fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf. Við sjáum fyrir okkur nýja sókn þessara tveggja félaga undir nýju nafni og merki.
07. jún.

Fasteignamat 2024

Fasteignamat eignasafns Regins kemur til með að hækka um 2% milli áranna 2023 og 2024. Atvinnuhúsnæði í heild sinni á landinu hækkar hins vegar um 4,8%.
26. maí

Reginn gefur út nýja græna skuldabréfaflokka

Þann 25. maí 2023 voru gefnir út tveir nýir grænir skuldabréfaflokkar. Báðir flokkarnir eru grænir og eru veðtryggðir undir almenna tryggingarfyrirkomulagi Regins. Með farsælu útboði á þessum tveimur flokkum náðust öll meginmarkmið félagsins og standa meðal verðtryggðir vextir félagsins í um 2,84% í kjölfar útboðsins.