Almennar fréttir / 8. maí 2015

Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Regins hf. á fasteignasafni Fastengis ehf.

Þann 17. febrúar 2015 var undirritaður kaupsamningur milli Regins hf. og Fastengis ehf. um kaup á öllu hlutafé í Fjárvara ehf., Bréfabæ ehf., og Sævarhöfða 2 ehf. Kaupsamningurinn innihélt m.a. fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Samkeppniseftirlitið hefur nú birt niðurstöðu sína, en samkvæmt henni telur Samkeppniseftirlitið að kaup Regins hf. á ofangreindum félögum feli í sér samruna í skilningi 17. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Samkeppniseftirlitið telur ekki ástæðu til að aðhafast frekar vegna samrunans.


Annað fréttnæmt

12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.