Almennar fréttir / 15. ágúst 2019

Rekstur Regins á öðrum ársfjórðungi gekk vel

Rekstur Regins gekk vel á öðrum ársfjórðungi og nam hækkun leigutekna 29% frá sama tímabili fyrra árs auk þess sem rekstrarhagnaður hækkaði um 36% milli ára. Á tímabilinu gerði félagið m.a. leigusamning um nýjar höfuðstöðvar Vegagerðarinnar auk þess sem umbreytingarferli Smáralindar lauk með opnun alþjóðlegra verslana eins og Monki, Weekday og Nespresso.  

Nánari upplýsingar má finna hér

Annað fréttnæmt

30. jún.

Reginn gefur út græn skuldabréf

Reginn hefur, fyrst íslenskra fasteignafélaga, lokið sölu á grænum skuldabréfum. Reginn verður þar með fyrsti einkaaðilinn og fyrsta félagið skráð á íslenskan hlutabréfamarkað til að gefa út slík bréf.
29. jún.

Nýr þjónustuvefur Regins

Reginn hefur opnað sérstakan þjónustuvef, mínar síður, þar sem viðskiptavinir geta nálgast ýmsar hagnýtar upplýsingar með rafrænum hætti og sparað sér sporin.
14. maí

Uppgjör 1F 2020

Rekstur félagsins er traustur en áhrifa af COVID gætir í rekstrinum og forsendur fyrir áður birtri rekstraráætlun því breyttar. Rekstrartekjur námu 2.390 m.kr. og þar af námu leigutekjur 2.241 m.kr. Leigutekjur standa nánast í stað á milli ára m.v. krónutölu, sem þýðir 2% lækkun leigutekna að teknu tilliti til verðlagsþróunar. Ástæða þess eru neikvæð áhrif á veltutengda leigu og umbreyting á leigurýmum.