Almennar fréttir / 20. október 2022

Reginn hlýtur verðlaun fyrir framúrskarandi samfélagsábyrgð

Við erum einstaklega ánægð og stolt af því að Reginn hafi hlotið sérstök verðlaun fyrir árangur á sviði samfélagsábyrgðar meðal Framúrskarandi fyrirtækja 2022. Verðlaunin eru veitt árlega af Creditinfo í samstarfi við Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð.


Markmið viðurkenningarinnar er að vekja athygli á því að framúrskarandi rekstur felur í sér að fyrirtæki hafi jákvæð áhrif á umhverfið og samfélagið sem þau starfa í og hámarki þannig fjárhagslegan árangur sinn.
 
Við hjá Regin leggjum mikla áherslu á sjálfbærni í okkar rekstri og leggjum kapp á að hvetja viðskiptavini til þess sama og hafa þar með enn víðtækari áhrif á sjálfbæra þróun. Félagið hefur farið í ýmsar aðgerðir og verkefni með það að markmiði að minnka neikvæð umhverfisáhrif og auka umhverfisvitund sem um leið eflir félagið. Samvinna með viðskiptavinum er mikilvægur þáttur til að ná árangri á þessu sviði.
 
Í umsögn dómnefndar kemur fram að margt sem Reginn sé að gera á þessu sviði sé eftirtektarvert og hvetjandi fyrir aðra og að Reginn sé því sannarlega verðugur handhafi þessara hvatningarverðlauna um framúrskarandi sjálfbærni fyrirtækja.

 

Lesa má meira um verðlaunin á vef Creditinfo með því að smella hér.

Annað fréttnæmt

28. okt.

Framsækið margmiðlunarverk vígir stafrænt sýningarrými í Hafnartorgi Gallery

4. nóvember næstkomandi verður frumflutt nýtt margmiðlunarverk eftir Högna Egilsson og karlssonwilker í Hafnartorg Gallery. Karlssonwilker er hönnunarstúdíó í New York sem Íslendingurinn Hjalti Karlsson stofnaði um síðustu aldamót. Á farsælum ferli hefur stúdíóið unnið með MoMA, Nintendo, Samsung, Puma, og Guggenheim og Rockefeller-sjóðunum svo fátt eitt sé nefnt.
19. okt.

Intro opnar á Höfðatorgi

Múlakaffi, sem er leiðandi í veisluþjónustu hérlendis, hefur víkkað sjóndeildarhringinn og opnað glænýtt hádegishlaðborð í glerskálanum í Turninum í Höfðatorgi.
17. okt.

Snjallsorp í Smáralind

Innleiðing er nú hafin að nýju og snjöllu flokkunarkerfi í Smáralind sem stuðlar að betri og hagkvæmari sorpflokkun. Kerfið, sem kallað er Snjallsorp þjónar fyrirtækjum í Smáralind.