Almennar fréttir / 15. apríl 2016

Reginn hf. undirritar þjónustusamning við ISS Ísland ehf.

 

Reginn hf. og ISS Ísland ehf. undirrituðu í dag þjónustusamning um yfirtöku á meginhluta þeirra rekstrarþátta sem Fasteignaumsýsla Regins hefur sinnt. Samningurinn er til 5 ára og yfirtaka samnings er miðuð við 21 apríl n.k..  Samningurinn tekur til stoð- og þjónustustarfsemi sem tilheyrir Smáralind og Egilshöll s.s. ræstingar og þrif, sorp og förgun, þjónustuborð, öryggismál, hús- og baðvarsla ásamt hluta af rekstri og viðhalds fasteigna auk orkustýringar. Árlegt umfang samnings er um 200 m.kr. Ekki er gert ráð fyrir að ráðstöfun þessi hafi umtalsverð áhrif á afkomu Regins hf. Hinsvegar er gert ráð fyrir bættri kostnaðarstýringu og hærra þjónustustigi. Starfsmönnum Regins samstæðunnar mun fækka verulega þar sem núverandi starfsfólk sem sinnir þessum verkefnum mun flytjast yfir til ISS Íslands ehf. Þessi breyting mun skapa aukið svigrúm fyrir stjórnendur Regins hf. og dótturfélaga til að einbeita sér að kjarnastarfsemi félagsins.

 

ISS Ísland ehf. hefur með þjónustu sinni skapað sér sérstöðu á þessum markaði hér á Íslandi. Starfsfólk ISS Ísland ehf. eru um 720. ISS Ísland ehf. er í eigu alþjóðafyrirtækisins ISS A/S sem er með höfuðstöðvar í Danmörku og starfar í 53 löndum. ISS A/S er fjórði stærsti einkarekni atvinnurekandi í heimi með um 515 þús starfsmenn.

 

Við hlökkum til samstarfsins segir Helgi S. Gunnarsson forstjóri Regins hf. og þá sérstaklega að fá aðgang að þeirri þekkingu og tækni sem móðurfélag ISS hefur upp á að bjóða í fasteignaumsýslu m.a. vöktun og stýringu á orkunýtingu ásamt greiningu á tækifærum í orkusparnaði.

Þessi samningur hefur mikla þýðingu fyrir rekstur ISS á Islandi en með þessum samningi okkar verður Reginn hf.  einn stærsti viðskiptavinur ISS Island, jafnframt því sem við erum að feta okkur í nýjum útfærslum á þjónustu og fara inn á svið rekstrar sem verður gaman að takast á við og þróa með Reginn hf. segir Guðmundur Guðmundsson forstjóri ISS Island ehf.

 

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.