Almennar fréttir / 23. janúar 2015

Reginn hf. selur fasteignir

Í samræmi við stefnu Regins hf. um sölu á minni eignum sem falla undir þann flokk að vera „verslanahúsnæði á jaðarsvæðum“ hefur félagið undirritað undanfarna mánuði kaupsamninga um sölu á eftirfarandi eignum:

Hringbraut 121, Lóuhólar 6 og Þverbrekka 8. Áður hafði Furugrund 3 verið seld. Eignirnar eru allar flokkaðar sem verslanahúsnæði og samtals stærð þessara eigna er um 4.340 m2. Bókfært verðmæti eigna á sölutíma var um 560 m.kr. og samtals söluverð var 650 m.kr.
Annað fréttnæmt

13. feb.

Ársuppgjör 2023

Ársuppgjör félagsins verður kynnt á rafrænum kynningarfundi miðvikudaginn 14. febrúar kl. 16:15. Halldór Benjamín Þorbergsson forstjóri Regins mun kynna uppgjörið.