Almennar fréttir / 11. júní 2014

Reginn hf. - Óveruleg áhrif vegna breytinga á fasteignamati 2015

Komið hefur fram í fjölmiðlum að Þjóðskrá Íslands hafi kynnt breytingu á útreikningi á fasteignamati íbúða- og atvinnuhúsnæði. „Þessar breytingar hófust árið 2009 þegar nýjar og nákvæmari aðferðir voru teknar upp við mat á íbúðarhúsnæði. Nú eru teknar upp sambærilegar aðferðir við mat á atvinnuhúsnæði og húsum á bújörðum til sveita, sem endurspegla betur markaðsverðmæti á hverjum tíma“. 

Reginn hf. hefur nú yfirfarið nýtt fasteignamat á öllum sínum fasteignum þar á meðal nýkeyptum eignum. Niðurstaðan er sú að hækkun á fasteignamatinu fyrir árið 2015 er innan verðlagsviðmiðana sem rekstraráætlanir félagsins taka mið af. Því mun breyting á fasteignamati félagins fyrir árið 2015 vera innan áætlana félagsins. Þessi niðurstaða á fasteignamati eignasafnsins mun því hvorki hafa áhrif á áætlanir félagsins né rekstrarafkomu þess miðað við núverandi rekstur.

Reginn hf. - Óveruleg áhrif vegna breytinga á fasteignamati 2015

Annað fréttnæmt

12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.