Almennar fréttir / 8. júlí 2016

Reginn hf. og H&M undirrita leigusamninga

Reginn hf. og dótturfélag þess, Eignarhaldsfélagið Smáralind ehf., undirrituðu í dag leigusamninga við  dótturfélag H&M Hennes & Mauritz AB (publ.) um húsnæði undir tvær verslanir undir merkjum H&M.  Samningarnir ná til tveggja staðsetninga. Annars vegar verslunar í  Smáralind og hins vegar í miðbæ Reykjavíkur (Hafnartorgi). Verslanirnar munu opna á árunum 2017 og 2018.

Það er mat Regins að tilkoma H&M í Smáralind muni hafa mikil og jákvæð áhrif á verslunarmiðstöðina og verða mikilvægt skref í endurskipulagningu Smáralindar m.a. með styrkingu leigutekna til framtíðar. Jafnframt er það mat Regins að samningurinn um verslun H&M á Hafnartorgi verði stór liður í uppbyggingu öflugrar verslana- og þjónustueiningar í miðbæ Reykjavíkur.

Samhliða gerð framangreindra samninga er unnið að fjölmörgum nýjum leigusamningum í Smáralind og Hafnartorgi. Nýir samningar verða kynntir þegar þeir hafa verið fastsettir.

Frekari kynning á verkefnum munu fara fram á komandi mánuðum.

Reginn hefur áður kynnt fyrirhugaðar fjárfestingar í tengslum við endurskipulagningu Smáralindar og uppbyggingu Hafnartorgs. Þá er vísað til fréttatilkynningar dags. 28. ágúst 2014 og kynningar dags. 29. maí 2015. Arðsemi nýfjárfestinga í tengslum við ofangreind verkefni er í samræmi við fjárfestingastefnu félagsins.

Nánari upplýsingar veitir:

Helgi S. Gunnarsson – Forstjóri – helgi@reginn.is – S: 512 8900 / 899 6262

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.