Almennar fréttir / 28. apríl 2014

Reginn hf. - Hlutafjáraukning

Stjórn Regins ákvað á fundi sínum þann 28. apríl 2014 að nýta heimild í 4. gr. samþykkta félagsins og hækka hlutafé í Regin um 128.700.000 krónur að nafnverði  á genginu 13,63 krónur á hlut. Lögbundinn forgangsréttur hluthafa gildir ekki um hið nýja hlutafé.  Bréfin eru gefin út í tengslum við kaup félagsins á 100% hluti í Klasa fasteignum ehf.    Hlutafjáraukningunni verður ráðstafað sem greiðslu fyrir hlutafé í Klasa fasteignum ehf.  í samræmi við kaupsamning þar að lútandi dags. 21. desember 2013.  Samhliða kaupum verður nafni hins keypta félags breytt í RA 5 ehf.

Hlutafé í Regin fyrir hlutafjáraukninguna er 1.300.000.000 krónur að nafnvirði en verður að henni lokinni 1.428.700.000 krónur að nafnvirði. Regin á ekki eigin hluti.  Hinir nýju hlutir veita réttindi í Regin frá skráningardegi hlutafjárhækkunarinnar hjá Fyrirtækjaskrá.

Eigendur Klasa fasteigna eru tveir, Sigla ehf. og Stotalækur ehf.  Sigla, sem er í jafnri eigu Tómasar Kristjánssonar og Finns Reyrs Stefánssonar, mun eignast 8,56% hlutafjár í Regin við hlutafjárhækkunina og Stotalækur ehf., sem er í eigu Ingva Jónassonar, mun eignast 0,45% hlutafjár í Regin við hlutafjárhækkunina. Sigla hefur skuldbundið sig til þess að selja ekki þá hluti sem Sigla  fær afhenta í Regin í 9 mánuði frá afhendingardegi. Ekki gildir sölubann um hluti Stotalæks í Regin.

Eftirfarandi er listi yfir 10 stærstu hluthafa í Regin eftir hlutafjáraukninguna:

 

Lífeyrissjóður verslunarmanna
Sigla ehf.
Gildi - lífeyrissjóður
Stefnir -  ÍS 15
Íslandsbanki hf.
Stapi lífeyrissjóður
Íslandssjóðir - IS Hlutabréfas
Landsbréf - Úrvalsbréf
Sameinaði lífeyrissjóðurinn
Lífeyrissj.starfsm.rík. A-deild
Reginn hf. - Hlutafjárhækkun

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.