Almennar fréttir / 19. ágúst 2016

Reginn hf. birtir uppgjör annars ársfjórðungs 2016

Reginn hf. mun birta samþykkt uppgjör fyrir annan ársfjórðung ársins 2016, eftir lokun markaða miðvikudaginn 24. ágúst 2016.


Af því tilefni býður Reginn hf. til opins kynningarfundar fimmtudaginn 25. ágúst 2016 kl. 08:30 í anddyri Norðurturns/Smáralindar, Hagasmára 3, 201 Kópavogi.

Fundinum verður einnig varpað í gegnum netið á eftirfarandi slóð:
http://livestream.com/accounts/11153656/events/6175228/player

Helgi S. Gunnarsson forstjóri Regins mun kynna uppgjörið og svarar spurningum að lokinni kynningu.

Boðið verður upp á morgunverð.


Skráning á kynningarfundinn fer fram í gegnum netfangið fjarfestatengsl@reginn.is

Nánari upplýsingar veitir:
Helgi S. Gunnarsson – Forstjóri – helgi@reginn.is – S: 512 8900 / 899 6262

Annað fréttnæmt

30. jún.

Reginn gefur út græn skuldabréf

Reginn hefur, fyrst íslenskra fasteignafélaga, lokið sölu á grænum skuldabréfum. Reginn verður þar með fyrsti einkaaðilinn og fyrsta félagið skráð á íslenskan hlutabréfamarkað til að gefa út slík bréf.
29. jún.

Nýr þjónustuvefur Regins

Reginn hefur opnað sérstakan þjónustuvef, mínar síður, þar sem viðskiptavinir geta nálgast ýmsar hagnýtar upplýsingar með rafrænum hætti og sparað sér sporin.
14. maí

Uppgjör 1F 2020

Rekstur félagsins er traustur en áhrifa af COVID gætir í rekstrinum og forsendur fyrir áður birtri rekstraráætlun því breyttar. Rekstrartekjur námu 2.390 m.kr. og þar af námu leigutekjur 2.241 m.kr. Leigutekjur standa nánast í stað á milli ára m.v. krónutölu, sem þýðir 2% lækkun leigutekna að teknu tilliti til verðlagsþróunar. Ástæða þess eru neikvæð áhrif á veltutengda leigu og umbreyting á leigurýmum.