Almennar fréttir / 19. febrúar 2015

Reginn hf. birtir ársuppgjör 2014, miðvikudaginn 25. febrúar 2015

Reginn mun birta samþykkt ársuppgjör 2014, að loknum stjórnarfundi eftir lokun markaða miðvikudaginn 25. febrúar 2015.

Af því tilefni býður Reginn til opins kynningarfundar fimmtudaginn 26. febrúar í Listasafni Reykjavíkur (Hafnarhúsinu), Tryggvagötu 17 kl: 08:30.

Fundinum verður einnig varpað í gegnum netið á eftirfarandi slóð:

http://streymi.nyherji.is/Mediasite/Play/03a1b4c743394d6ca9c2eef492d02d981d

Helgi S. Gunnarsson forstjóri Regins kynnir uppgjörið og svarar spurningum að lokinni kynningu. Einnig verða kynntar áherslur í rekstri félagsins, rekstrarspá fyrir 2015 og helstu verkefni framundan. Fjallað verður um samkomulag við Fastengi ehf. um kaup á eignasafni.

Boðið verður upp á morgunverð.

Skráning á kynningarfundinn fer fram í gegnum netfangið fjarfestatengsl@reginn.is

Annað fréttnæmt

08. jún.

Valfrjálst yfirtökutilboð Regins hf. í Eik fasteignafélag hf.

Stjórn Regins hefur sent tilkynningu í Kauphöll Íslands þar sem tilkynnt var um ákvörðun stjórnar um að lagt verði fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf. Við sjáum fyrir okkur nýja sókn þessara tveggja félaga undir nýju nafni og merki.
07. jún.

Fasteignamat 2024

Fasteignamat eignasafns Regins kemur til með að hækka um 2% milli áranna 2023 og 2024. Atvinnuhúsnæði í heild sinni á landinu hækkar hins vegar um 4,8%.
26. maí

Reginn gefur út nýja græna skuldabréfaflokka

Þann 25. maí 2023 voru gefnir út tveir nýir grænir skuldabréfaflokkar. Báðir flokkarnir eru grænir og eru veðtryggðir undir almenna tryggingarfyrirkomulagi Regins. Með farsælu útboði á þessum tveimur flokkum náðust öll meginmarkmið félagsins og standa meðal verðtryggðir vextir félagsins í um 2,84% í kjölfar útboðsins.