Reginn mun birta samþykkt ársuppgjör 2014, að loknum stjórnarfundi eftir lokun markaða miðvikudaginn 25. febrúar 2015.
Af því tilefni býður Reginn til opins kynningarfundar fimmtudaginn 26. febrúar í Listasafni Reykjavíkur (Hafnarhúsinu), Tryggvagötu 17 kl: 08:30.
Fundinum verður einnig varpað í gegnum netið á eftirfarandi slóð:
http://streymi.nyherji.is/Mediasite/Play/03a1b4c743394d6ca9c2eef492d02d981d
Helgi S. Gunnarsson forstjóri Regins kynnir uppgjörið og svarar spurningum að lokinni kynningu. Einnig verða kynntar áherslur í rekstri félagsins, rekstrarspá fyrir 2015 og helstu verkefni framundan. Fjallað verður um samkomulag við Fastengi ehf. um kaup á eignasafni.
Boðið verður upp á morgunverð.
Skráning á kynningarfundinn fer fram í gegnum netfangið fjarfestatengsl@reginn.is

Valfrjálst yfirtökutilboð Regins hf. í Eik fasteignafélag hf.

Fasteignamat 2024
