Almennar fréttir / 21. janúar 2015

Reginn hf. auglýsir heilsuræktaraðstöðu til leigu

Reginn hf. auglýsir til leigu glæsilegt húsnæði við Smáralind. Aðstaðan er alls um 1300 fermetrar sem hægt væri að leigja að hluta eða í heild.

Möguleikarnir eru endalausir en aðstaðan hentar vel fyrir starfsemi á borð við hvers kyns heilsu- og líkamsrækt, Spa, snyrtistofu, Yoga og/eða verslun fyrir tengda starfsemi.

Í rýminu er glæsileg móttaka, heitir pottar, gufuböð, stór tækjasalur, þrír æfingasalir, slökunarrými ásamt mögulegri búningsaðstöðu fyrir bæði kynin. Sjón er sögu ríkari!

Nánari upplýsingar veitir Rúnar H. Bridde í síma 665 0805 eða runar@reginn.is

REGINN - auglysing

Annað fréttnæmt

08. jún.

Valfrjálst yfirtökutilboð Regins hf. í Eik fasteignafélag hf.

Stjórn Regins hefur sent tilkynningu í Kauphöll Íslands þar sem tilkynnt var um ákvörðun stjórnar um að lagt verði fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf. Við sjáum fyrir okkur nýja sókn þessara tveggja félaga undir nýju nafni og merki.
07. jún.

Fasteignamat 2024

Fasteignamat eignasafns Regins kemur til með að hækka um 2% milli áranna 2023 og 2024. Atvinnuhúsnæði í heild sinni á landinu hækkar hins vegar um 4,8%.
26. maí

Reginn gefur út nýja græna skuldabréfaflokka

Þann 25. maí 2023 voru gefnir út tveir nýir grænir skuldabréfaflokkar. Báðir flokkarnir eru grænir og eru veðtryggðir undir almenna tryggingarfyrirkomulagi Regins. Með farsælu útboði á þessum tveimur flokkum náðust öll meginmarkmið félagsins og standa meðal verðtryggðir vextir félagsins í um 2,84% í kjölfar útboðsins.