Almennar fréttir / 10. febrúar 2021

Reginn hefur birt ársuppgjör fyrir 2020

Afkoma Regins á árinu 2020 er lituð af þeim aðstæðum sem upp hafa komið í samfélaginu í tengslum við COVID-19 veiruna. Rekstrartekjur námu 9.736 m.kr. og þar af námu leigutekjur 9.170 m.kr. Leigutekjur hafa lækkað um 1% samanborið við árið 2019. Lækkun skýrist fyrst og fremst af áhrifum í tengslum við COVID-19 og þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til. EBITDA var 6.381 m.kr. sem samsvarar 5% lækkun samanborið við árið 2019. Samhliða uppgjöri kynnir félagið rekstrarspá fyrir árið 2021. Áætlað er að leigutekjur félagsins á árinu 2021 verði um 10.200 m.kr. Stjórnendur félagsins telja að horfur í rekstri félagsins séu góðar.

Ársskýrsla Regins hefur verið birt samhliða uppgjörinu en þar er ítarleg umfjöllun um eignasafn félagsins, lykilverkefni ársins, endurfjármögnun og sjálfbærnivegferð félagsins.

Annað fréttnæmt

02. jún.

Fasteignamat 2022

Fasteignamat fasteigna Regins hækkar um 4,9% milli áranna 2021 og 2022 skv. nýbirtu mati Þjóðskrár.
15. mar.

Reginn stofnaðili í "Römpum upp Reykjavík"

Reginn er einn stofnaðila verkefnisins Römpum upp Reykjavík en markmiðið er að koma fyrir 100 römpum í Reykjavík fyrir fólk á hjólastólum, eins fljótt og auðið er.
29. jan.

Smáralind efst verslunarmiðstöðva í Íslensku ánægjuvoginni

Smáralind var efst í flokki verslunarmiðstöðva í niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar sem mælir ánægju viðskiptavina gagnvart fyrirtækjum auk þess sem horft er til annarra þátta eins og ímynd, mat á gæðum og tryggð viðskiptavinanna.