Almennar fréttir / 10. febrúar 2021

Reginn hefur birt ársuppgjör fyrir 2020

Afkoma Regins á árinu 2020 er lituð af þeim aðstæðum sem upp hafa komið í samfélaginu í tengslum við COVID-19 veiruna. Rekstrartekjur námu 9.736 m.kr. og þar af námu leigutekjur 9.170 m.kr. Leigutekjur hafa lækkað um 1% samanborið við árið 2019. Lækkun skýrist fyrst og fremst af áhrifum í tengslum við COVID-19 og þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til. EBITDA var 6.381 m.kr. sem samsvarar 5% lækkun samanborið við árið 2019. Samhliða uppgjöri kynnir félagið rekstrarspá fyrir árið 2021. Áætlað er að leigutekjur félagsins á árinu 2021 verði um 10.200 m.kr. Stjórnendur félagsins telja að horfur í rekstri félagsins séu góðar.

Ársskýrsla Regins hefur verið birt samhliða uppgjörinu en þar er ítarleg umfjöllun um eignasafn félagsins, lykilverkefni ársins, endurfjármögnun og sjálfbærnivegferð félagsins.

Annað fréttnæmt

06. sep.

Mikil ánægja með nýjar höfuðstöðvar Vegagerðarinnar

Reginn hf. og Vegagerðin skrifuðu undir samkomulag um byggingu höfuðstöðvanna í mars 2020, að undangengnu útboði. Reginn byggði húsið og á, en Vegagerðin leigir til langs tíma. Starfsemin flutti í húsnæðið fyrir skemmstu og mikil ánægja ríkir með húsakynnin.