Almennar fréttir / 26. maí 2023

Reginn gefur út nýja græna skuldabréfaflokka

Á árinu 2020 hóf Reginn hf. endurfjármögnunarferli á vaxtaberandi lánum félagsins, hagfellt vaxtaumhverfi leiddi til þess að meðal verðtryggðir vextir félagsins stóðu í 2,80% í lok árs 2022.

Þann 25. maí 2023 voru gefnir út tveir nýir grænir skuldabréfaflokkar, annars vegar REGINN100740 GB sem er verðtryggður skuldabréfaflokkur sem er á gjalddaga árið 2040 og eru nafnvextir bréfsins 3,553%, stærð flokksins var 6.340 m.kr. að nafnverði. Hins vegar REGINN25 GB sem er óverðtryggður flokkur á gjalddagi árið 2025 og eru nafnvextir bréfsins 9,735%, stærð flokksins er 1.240 m.kr. að nafnverði. Báðir flokkarnir eru grænir og eru veðtryggðir undir almenna tryggingarfyrirkomulagi Regins. 

Með farsælu útboði á þessum tveimur flokkum náðust öll meginmarkmið félagsins og standa meðal verðtryggðir vextir félagsins í um 2,84% í kjölfar útboðsins. Með þessari útgáfu verður næsti lokagjalddagi skráðra skuldabréfa félagsins á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. í júlí 2025 og þar á eftir í júní 2027.

Framundan er BREEAM In-use vottun Egilshallar og Áslandsskóla og er gert ráð fyrir að báðar þessar vottanir klárist á þessu ári. Í kjölfarið verður um 37% af fasteignum félagsins umhverfisvottaðar en það hlutfall stendur í 27% í dag.

Nánari upplýsingar um skuldabréfaflokkana má finna hér:

https://www.globenewswire.com/news-release/2023/05/25/2676559/0/is/Reginn-hf-%C3%9Atg%C3%A1fa-%C3%A1-n%C3%BDjum-gr%C3%A6num-skuldabr%C3%A9faflokkum.html

Sjálfbærniskýrslu Regins fyrir árið 2022 má nálgast hér:

https://www.reginn.is/media/4843/reginn-sjalfbaerniskyrsla-2022.pdf

Annað fréttnæmt

08. jún.

Valfrjálst yfirtökutilboð Regins hf. í Eik fasteignafélag hf.

Stjórn Regins hefur sent tilkynningu í Kauphöll Íslands þar sem tilkynnt var um ákvörðun stjórnar um að lagt verði fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf. Við sjáum fyrir okkur nýja sókn þessara tveggja félaga undir nýju nafni og merki.
07. jún.

Fasteignamat 2024

Fasteignamat eignasafns Regins kemur til með að hækka um 2% milli áranna 2023 og 2024. Atvinnuhúsnæði í heild sinni á landinu hækkar hins vegar um 4,8%.
11. maí

Halldór Benjamín hefur hafið störf

Halldór Benjamín Þorbergsson hóf formlega störf sem forstjóri Regins í dag, fimmtudag 11. maí. Tilkynnt var um ráðningu Halldórs þann 30. mars sl.