Almennar fréttir / 23. maí 2019

Reginn, Basalt og Efla með vinningstillögu í Lágmúla

Undanfarið ár hefur Reginn tekið þátt í samkeppni á vegum Reykjavíkurborgar og borgar-samtakanna C40. Samtökin C40 og borgirnar á bak við samtökin eru með það að markmiði að vera leiðandi í aðgerðum í loftlagsmálum. Samkeppnin gekk út á það að skipuleggja og hanna byggingar sem uppfylla 10 lykilmarkmið og aðgerðir sem allar snúa að umhverfislegum áhrifum bygginganna hvort sem það snýr að byggingunum sjálfum, rekstri þeirra eða samgöngum notenda. Ásamt samfélagslegum ávinningi fyrir notendur og nágranna og borgina í heild.

Reginn í samvinnu við Basalt arkítekta og Eflu verkfræðistofu skiluðu inn afar áhugaverðri og skemmtilegri tillögu fyrir uppbyggingu á lóð við Lágmúla á horni Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar. Þátttaka Regins í verkefni þessu er ekki einungis viðskiptalegs eðlis heldir er tilgangurinn einnig að afla félaginu reynslu og þekkingar í uppbyggingu og rekstri umhverfisvænna bygginga.
Bygging þessi sem verður rúmlega 10.000 fermetrar mun hýsa fjölbreytta starfsemi sem einkum mun mótast af staðsetningu og umferðaræðum í nágrenni s.s. Borgarlínu. Í húsinu verða íbúðir og vinnuumhverfi þar sem boðið verður upp á nýtt íbúðaform og vinnuumhverfi. Einnig verður í húsinu þjónusta og verslun. Reginn á nú þegar fasteignina á hinu horninu á Lágmúlanum þar sem Ormsson og fleiri fyrirtæki eru til húsa.

Tillaga Regins og samstarfsaðila fyrir Lágmúlann var vinningstillagan sem tilkynnt var í Osló þann 22 maí. Tillaga Regins er grunnur að samningum um kaup Regins á lóðinni og samvinnu við Reykjavíkurborg að uppbyggingu á lóðinni þar sem Reginn verður eigandi verkefnisins og hússins.

Við erum afar stolt af tillögunni og vinnu við hana undanfarna mánuði. Við höfum lært mikið af þessari vinnu og eflir þetta okkur í þeirri framtíðarsýn að vera framúrskarandi fasteignafélaga með grænum og samfélagslegum áherslum til framtíðar.

 

 

Annað fréttnæmt

30. jún.

Reginn gefur út græn skuldabréf

Reginn hefur, fyrst íslenskra fasteignafélaga, lokið sölu á grænum skuldabréfum. Reginn verður þar með fyrsti einkaaðilinn og fyrsta félagið skráð á íslenskan hlutabréfamarkað til að gefa út slík bréf.
29. jún.

Nýr þjónustuvefur Regins

Reginn hefur opnað sérstakan þjónustuvef, mínar síður, þar sem viðskiptavinir geta nálgast ýmsar hagnýtar upplýsingar með rafrænum hætti og sparað sér sporin.
14. maí

Uppgjör 1F 2020

Rekstur félagsins er traustur en áhrifa af COVID gætir í rekstrinum og forsendur fyrir áður birtri rekstraráætlun því breyttar. Rekstrartekjur námu 2.390 m.kr. og þar af námu leigutekjur 2.241 m.kr. Leigutekjur standa nánast í stað á milli ára m.v. krónutölu, sem þýðir 2% lækkun leigutekna að teknu tilliti til verðlagsþróunar. Ástæða þess eru neikvæð áhrif á veltutengda leigu og umbreyting á leigurýmum.