Almennar fréttir / 2. október 2015

Reginn á fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga

Helgi S. Gunnarsson forstjóri félagsins var með kynningu á fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga 1. október sl.

Í erindi  hans var farið yfir skiptingu fasteignasafns Regins sem telur í dag 125 eignir eftir kaup félagsins á Fastengi í byrjun maí 2015.

Helgi fór yfir helstu kosti við að fjárfesta í fleiri fasteignum á markaði og þannig stækka félagið.  Mat félagsins er að það felur í sér lægri stjórnunar- og rekstrarkostnað, hagstæðari fjármögnun og meiri styrk í markaðssetningu og útleigu. Að mati Helga hefði ný eignasamsetning góð áhrif á félagið kæmu til sveiflur á markaði.

Endurnýjun samninga hefur verið með besta móti það sem af er ári. Alls hafa verið gerðir u.þ.b. 50 samningar sem fela annaðhvort í endurnýjun eða nýja samninga innan samstæðu Regins og þar af 12 í eignum keyptum af Íslandsbanka. Um 57% af nýjum samningum hafa verið gerðir við fyrirtæki sem eiga sér meira en 40 ára rekstrarsögu.

Einnig voru rædd tækifæri á fasteignamarkaðnum.  

Kynning Regins á fundi Félags viðskipta og hagfræðinga - 1. október 2015

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.