Almennar fréttir / 3. desember 2015

Orange project stækkar

Starfsemi Orange Project hefur stækkað frá því félagið hóf að leigja skrifstofurými í Ármúla 6 á haustmánuðum. Svo vel hefur verið tekið í skrifstofulausnir Orange Project að félagið hefur undirritað samninga Við Reginn um viðbótarhúsnæði í Tryggvagötu 11 og Ármúla 4. Húsnæði að Tryggvagötu 11 gekk nýlega undir endurinnréttingu og er tilbúið fyrir væntanlega leigutaka hjá Orange Project.

Orange-skrifstofurnar henta fyrirtækjum sem vilja losna við óþarfa yfirbyggingu og allt venjubundið amstur skrifstofurekstrar. Orange Project sér um allt þannig að öll orka viðskiptavina getur farið beint í kjarnastarfsemina. Hjá Orange Project er hugsað í lausnum og öll fyrirtæki, óháð stærð og starfsemi, geta gengið að rétta plássinu, hvort sem um er að ræða fullbúna skrifstofu í klukkustund eða ár.

Sjá frétt hérna vegna Orange hér.


Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.