Opnun Apótek Hótel og Apótek Restaurant fer vel af stað í Austurstræti 16 og hefur verið nóg að gera á veitingarstaðnum og bókanir á hótelinu hafa einnig gengið vel eftir opnunina í desember.
„Það hefur gengið mjög vel hér á hótelinu frá opnun, bókanirnar fóru rólega af stað en við notuðum þann tíma til að fá uppbyggilega gagnrýni frá gestum okkar í þeim tilgangi að bæta okkur ennfrekar. Það hefur verið skrifað vel um okkur á vefsíðum á borð við TripAdvisor. Árið fer vel af stað og nokkuð þétt bókað í janúar. Veitingastaðurinn hefur verið mjög vinsæll, nú þegar komnir með nokkra fastagesti. Hádegin hafa verið nokkuð góð og mikið að gera á kvöldin. Þeir ná upp svakalegri stemningu þar á kvöldin og eru með janúartilboð á kokteilum í gangi, allir kokteilar á ½ verði.” segir Gylfi Freyr Guðmundsson aðstoðarhótelstjóri Apótek Hótel.
Apótek Hótel er hluti af Keahótelum og það eru alltaf einhver tilboð í gangi sem hægt er að sjá á heimasíðu Keahótela.

Reginn hagnast um 5,1 milljarð á fyrstu 9 mánuðum ársins 2023 - hagnaður eykst um 10,6%

HSN flytur í Sunnuhlíð um áramót
