Almennar fréttir / 7. janúar 2015

Opnun Apótek Hótel og Apótek Restaurant fer vel af stað

Opnun Apótek Hótel og Apótek Restaurant fer vel af stað í Austurstræti 16 og hefur verið nóg að gera á veitingarstaðnum og bókanir á hótelinu hafa einnig gengið vel eftir opnunina í desember.

„Það hefur gengið mjög vel hér á hótelinu frá opnun, bókanirnar fóru rólega af stað en við notuðum þann tíma til að fá uppbyggilega gagnrýni frá gestum okkar í þeim tilgangi að bæta okkur ennfrekar. Það hefur verið skrifað vel um okkur á vefsíðum á borð við TripAdvisor.  Árið fer vel af stað og nokkuð þétt bókað í janúar. Veitingastaðurinn hefur verið mjög vinsæll, nú þegar komnir með nokkra fastagesti. Hádegin hafa verið nokkuð góð og mikið að gera á kvöldin. Þeir ná upp svakalegri stemningu þar á kvöldin og eru með janúartilboð á kokteilum í gangi, allir kokteilar á ½ verði.” segir Gylfi Freyr Guðmundsson aðstoðarhótelstjóri Apótek Hótel.

Apótek Hótel er hluti af Keahótelum og það eru alltaf einhver tilboð í gangi sem hægt er að sjá á heimasíðu Keahótela.

Annað fréttnæmt

20. nóv.

HSN flytur í Sunnuhlíð um áramót

Framkvæmdir við nýja heilsugæslu í Sunnuhlíð á Akureyri ganga vel og mun Heilbrigðisstofnun Norðurlands flytja í húsnæðið upp úr áramótum. Enn eru nokkur laus rými til ráðstöfunar og áfram er sérstök áhersla lögð á að bæta við rekstraraðilum í heilsutengdri þjónustu og verslun.
17. nóv.

Landsvirkjun flytur í Höfðatorgsturninn

Mikill áhugi hefur verið meðal fyrirtækja að vera með aðsetur í Höfðatorgsturninum í Katrínartúni 2. Í maí sl. var ritað undir grænan leigusamning við Landsvirkjun fyrir um 4.500 m2 í húsinu og mun starfsemi þeirra dreifast á fimm hæðir.