Almennar fréttir / 7. janúar 2015

Opnun Apótek Hótel og Apótek Restaurant fer vel af stað

Opnun Apótek Hótel og Apótek Restaurant fer vel af stað í Austurstræti 16 og hefur verið nóg að gera á veitingarstaðnum og bókanir á hótelinu hafa einnig gengið vel eftir opnunina í desember.

„Það hefur gengið mjög vel hér á hótelinu frá opnun, bókanirnar fóru rólega af stað en við notuðum þann tíma til að fá uppbyggilega gagnrýni frá gestum okkar í þeim tilgangi að bæta okkur ennfrekar. Það hefur verið skrifað vel um okkur á vefsíðum á borð við TripAdvisor.  Árið fer vel af stað og nokkuð þétt bókað í janúar. Veitingastaðurinn hefur verið mjög vinsæll, nú þegar komnir með nokkra fastagesti. Hádegin hafa verið nokkuð góð og mikið að gera á kvöldin. Þeir ná upp svakalegri stemningu þar á kvöldin og eru með janúartilboð á kokteilum í gangi, allir kokteilar á ½ verði.” segir Gylfi Freyr Guðmundsson aðstoðarhótelstjóri Apótek Hótel.

Apótek Hótel er hluti af Keahótelum og það eru alltaf einhver tilboð í gangi sem hægt er að sjá á heimasíðu Keahótela.

Annað fréttnæmt

08. jún.

Valfrjálst yfirtökutilboð Regins hf. í Eik fasteignafélag hf.

Stjórn Regins hefur sent tilkynningu í Kauphöll Íslands þar sem tilkynnt var um ákvörðun stjórnar um að lagt verði fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf. Við sjáum fyrir okkur nýja sókn þessara tveggja félaga undir nýju nafni og merki.
07. jún.

Fasteignamat 2024

Fasteignamat eignasafns Regins kemur til með að hækka um 2% milli áranna 2023 og 2024. Atvinnuhúsnæði í heild sinni á landinu hækkar hins vegar um 4,8%.
26. maí

Reginn gefur út nýja græna skuldabréfaflokka

Þann 25. maí 2023 voru gefnir út tveir nýir grænir skuldabréfaflokkar. Báðir flokkarnir eru grænir og eru veðtryggðir undir almenna tryggingarfyrirkomulagi Regins. Með farsælu útboði á þessum tveimur flokkum náðust öll meginmarkmið félagsins og standa meðal verðtryggðir vextir félagsins í um 2,84% í kjölfar útboðsins.