Almennar fréttir / 14. febrúar 2012

Nýtt í Smáralind 2011 – Fréttatilkynning

Nokkrar nýjar og glæsilegar verslanir hafa opnað í Smáralind að undanförnu.  Nú síðast opnuðu verslanirnar Karakter og Snúðar & Snældur.

Nýjasta nýtt

Verslunin Karakter er kvenfataverslun á 1. hæð á móts við Kaffitár fyrir miðju húsi og opnaði föstudaginn 23. september.  Verslunin er með glæsilegan kvenfatnað fyrir flottar konur.  Verslunin Karakter var áður í Kringlunni en var flutt yfir í Smáralind í nýjum búningi og enn glæsilegri.

Snúðar & Snældur opnuðu í sömu viku verslun á svipuðum slóðum á 1. hæð.  Verslunin er staðsett á móts við verslun Nova.  Snúðar & Snældur eru af mörgum þekkt enda hafa eigendurnir rekið verslun á Selfossi til margra ára, auk nýlegri verslana á Glerártorgi á Akureyri og í húsi verslunarinnar í Reykjavík.  Verslunin er með skemmtileg barnaföt auk skemmtilegra litríkra og praktískra hluta fyrir heimilð.

Sushi fyrir sælkera

Um miðjan septembermánuð opnaði jafnframt nýr Sushi staður í Smáralind.  Staðurinn heitir Sushigryfjan og er staðsett í gryfjunni fyrir framan Debenhams á 1. hæð. Sushi-meistarinn, Ívar  Unnsteinsson, hefur unnið í faginu í fjölda ára bæði innanlands og erlendis.  Nú síðast starfaði hann á Fiskmarkaðnum í Aðalstræti.  Ívar leggur mikla áherslu á að maturinn sé útbúinn eftir pöntun til að hámarka gæði hans og ferskleika.

Opnanir á síðustu mánuðum

Fyrr á árinu opnuðu verslnirnar Saints, Dúka og Dogma. Saints og Dúka opnuðu í sumar en Dogma opnaði á vormánuðum. 

Saints er skemmtileg verslun með kvenfatnað, en þessi verslun var sú fyrsta sinnar tegundar. Verslunin býður upp á fjölbreytt úrval vörumerkja fyrir konur á öllum aldri.

Dúka opnaði sína aðra verslun í Smáralind í júlí. Dúka er skemmtileg viðbót í verslanaflóru Smáralindar með fjölbreytta gjafavöru og ýmsa aðra fallega muni og praktíska hluti til heimilisins. Litir og falleg form blasa við hvarvetna þegar Dúka er heimsótt.

Dogma er eins og Dúka, viðbót í fjölbreytileikann í verslunarmiðstöðinni. Dogma er þekkt verslun með skemmtilega áprentaða boli með skondnum frösum og myndum. Bolirnir eru vinsælir hjá yngri kynslóðinni enda er úrvalið mikið. Verslun Dogma í Smáralind hefur þó fengið nokkuð nýja áherslu í samanburði við aðrar verslanir fyrirtækisins. Dogma í Smáralind er með frumlega og skemmtilega gjafavöru auk fylgihluta við fatnað eins og belti, töskur og klúta.

Á næstunni

Í október munu tvær verslanir í viðbót opna en þær eru verslanirnar Pandora, Epli og Júník. Pandora er alþjóðleg skartgripakeðja sem er að opna sína fyrstu verslun á Íslandi. Verslunin opnar á 1. hæð við hlið Name It og Lyfju. Epli er sérverslun með Apple vörur, en eins og flestir vita er Apple tæknirisinn einn sá fremsti á sínu sviði í heiminum. Júník er kvenfataverslun sem staðsett verður á móti Joe Boxer á annarri hæð, þar sem 66° Norður var áður.

Lindex, tískurisinn frá Svíþjóð, opnar verslun í Smáralind í byrjun nóvember, þar sem áður var verslunin Intersport. Lindex hefur opnað verslanir víða í Evrópu á síðustu misserum og er verslunin í Smáralind því mjög spennandi nýjung. Lindex leggur áherslu á góða vöru á hagstæðu verði fyrir konur og börn. Þeir sem vilja fræðast meira um Lindex geta heimsótt heimasíðu Lindex í Svíðþjóð.

Annað fréttnæmt

12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.