Almennar fréttir / 14. febrúar 2012

Nýr leigusamningur í Hlíðasmára 11, Kópavogi

Tryggingamiðlun íslands hefur gert leigusamning um hluta 4. hæðar í Hlíðasmára 11, Kópavogi. Tryggingamiðlunin er í dag til húsa í Síðumúla 21 og er stefnt að því að flytja starfsemina í Hlíðasmárann á næstu vikum.

Tryggingamiðlun Íslands ehf. er ein elsta starfandi vátryggingamiðlunin hérlendis, stofnsett í júní árið 1997. Hún hefur frá öndverðu miðlað til bresku líftryggingafélaganna, Friends Provident og Axa Sun Life. Axa. 

Aðrir samstarfsaðilar eru:

  • Allianz
  • Alpha Insurance A/S
  • Vörður tryggingar
  • Vörður líf
  • Lloyds
  • Hiscox

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.