Almennar fréttir / 22. apríl 2014

Nýjungar í Smáralind (1)

NVerslun Skórnir þínirý og glæsileg skóbúð hefur opnað í Smáralind sem ber nafnið Skórnir þínir. Verslunin sem er staðsett á 2. hæð við hliðina á Vila býður upp á fjölbreytt úrval af skóm fyrir dömur, herra og börn á einstaklega góðu verði. Fylgist með Facebook síðu Skórnir þínir

Veitingastaðurinn Sbarro opnaði einnig nýverið í Smáralind en Sbarro er ítölsk/amerísk veitingahúsakeðja sem býður upp á ferskan og ljúffengan ítalskan mat svo sem pizzur, pastarétti og salöt. Staðurinn er staðsettur á 2. hæð við hliðina á Serrano og Café Energia. Á heimasíðu Sbarro má sjá matseðil staðarins og tilboð.


Nokkrar verslanir hafa verið að gera endurbætur og/eða flytja sig til. Vila opnaði nýlega eftir endurbætur með nýtt útlit og er sem fyrr á móti Zara á 2. hæð. Lyfja hefur einnig opnað eftir endurbætur og er nú á 1. hæð við hlið Pandóru og hefur því færst eilítið til. Optical Studio er nú tímabundið með verslun sína á milli Plusminus Optic og Epli.is en mun opna nýja og glæsilega verslun fljótlega á sama stað og verslunin var áður. Endurbætur standa nú yfir á barnafataversluninni Name It og er verslunin lokuð á meðan á þeim stendur. Ný og glæsileg verslun mun svo opna aftur fimmtudaginn 1. maí. 

Fréttir af verslunum og viðburðum í verslunarmiðstöðinni má finna á heimasíðu Smáralindar.

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.