Almennar fréttir / 29. september 2014

Nýjar opnanir í Smáralind

Veitingastaðurinn Local opnar í Smáralind snemma í október. Staðurinn verður staðsettur á 2. hæð á móti versluninni Júník. Local býður upp á hollan skyndibita á viðráðanlegu verði.

Þýska tískuvöruverslunin Comma opnaði í Smáralind í september. Comma hefur verið eitt stærsta tískuvörumerki Evrópu síðastliðinn áratug með yfir 100 verslanir í 25 löndum en alls eru vörur Comma seldar í meira en 2.200 verslunum víðsvegar um heiminn.

Danska snyrtivörukeðjan CoolCos opnaði einnig í september. Í versluninni er að finna snyrtivörur sem eru parabena- og ilmefnalausar, henta öllum aldurshópum og á góðu verði. Verslunin er staðsett á 2. hæð á móti Júník.

Þann 25. september síðastliðinn opnaði A4 verslun á neðri hæð Smáralindar. Opnunartími verslunarinnar er aðeins lengri en almennt í Smáralind og verður sem hér segir:

Virkir dagar 9-19

Fimmtudagar 9-21

Laugardagar 10-18

Sunnudagar 12-18

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.