Almennar fréttir / 9. desember 2016

Nýjar höfuðstöðvar Vinnueftirlitsins

Í framhaldi af útboði Ríkiskaupa hefur verið undirritaður samningur milli Vinnueftirlitsins og Regins hf. um leigu á húsnæði fyrir nýjar höfuðstöðvar Vinnueftirlitsins. Um er að ræða glæsilegt skrifstofuhúsnæði við Dvergshöfða 2 í Reykjavík, alls um 1.600 m2 sem afhent verður nú á vormánuðum. Fjöldi fyrirtækja hefur aðsetur í Dvergshöfða 2, og má þar meðal annars nefna RARIK, Bílanaust og Orkusöluna. Vinnueftirlitið er miðstöð vinnuverndarstarfs í landinu og byggir starf sitt á samþættingu eftirlits, fræðslu og rannsókna.

 

Mynd, frá vinstri: Gíslína Guðmundsdóttir verkefnastjóri hjá Framkvæmdasýslu ríkisins, Halldóra Vífilsdóttir forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, Eyjólfur Sæmundsson forstjóri Vinnueftirlitsins, Helgi S. Gunnarsson forstjóri Regins hf. og Birgir Guðmundsson verkefnastjóri hjá Regin hf.

Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.