Í framhaldi af útboði Ríkiskaupa hefur verið undirritaður samningur milli Vinnueftirlitsins og Regins hf. um leigu á húsnæði fyrir nýjar höfuðstöðvar Vinnueftirlitsins. Um er að ræða glæsilegt skrifstofuhúsnæði við Dvergshöfða 2 í Reykjavík, alls um 1.600 m2 sem afhent verður nú á vormánuðum. Fjöldi fyrirtækja hefur aðsetur í Dvergshöfða 2, og má þar meðal annars nefna RARIK, Bílanaust og Orkusöluna. Vinnueftirlitið er miðstöð vinnuverndarstarfs í landinu og byggir starf sitt á samþættingu eftirlits, fræðslu og rannsókna.
Mynd, frá vinstri: Gíslína Guðmundsdóttir verkefnastjóri hjá Framkvæmdasýslu ríkisins, Halldóra Vífilsdóttir forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, Eyjólfur Sæmundsson forstjóri Vinnueftirlitsins, Helgi S. Gunnarsson forstjóri Regins hf. og Birgir Guðmundsson verkefnastjóri hjá Regin hf.

Valfrjálst yfirtökutilboð Regins hf. í Eik fasteignafélag hf.

Fasteignamat 2024
