Almennar fréttir / 8. júlí 2014

Nýir leigusamningar í eignum Regins

Skúlagata 19 er nú komin í fulla útleigu, en nýlega undirritaði Janus leigusamning við Regin.  Janus hefur verið með starfsemi í húsinu en eykur við sig um eina hæð. Janus er endurhæfingarstöð þar sem fram fer starfs- og atvinnuendurhæfing. Markmið starfseminnar er að aðstoða fólk til að komast út á vinnumarkaðinn og fyrirbyggja varanlega örorku.

Í Suðurhrauni 1 í Garðabæ hefur verið skrifað undir nýjan leigusamning. Þangað hefur Tæknimiðstöðin ehf. flutt starfsemi sína en fyrirtækið er umboðs- og heildverslun, með upplýsinga- og fræðslustarfsemi auk vottun og tjónamat innan bílgreina.

Mörkin 4 er nú einnig komin í  fulla útleigu en Rekstrarland mun opna starfsemi þar næstkomandi föstudag eftir að húsnæði þeirra að Skeifunni 11 brann síðastliðna helgi. Rekstrarland býður heildarlausnir og veitir alhliða ráðgjöf varðandi hreinlæti í matvælaiðnaði, gerð þrifaáætlana, eftirliti með þrifum, val á tækjum, gæðaeftirlit og fleira. Fyrr á árinu flutti Glerborg starfsemi sína í Mörkina 4.

Í Smáralind er sumarútsalan í fullum gangi. Te og Kaffi opnaði nýlega glæsilegt kaffihús í nýju rými en þar er nú hægt að setjast niður með ilmandi kaffibolla og njóta léttra veitinga. Nánari upplýsingar um verslanir og þjónustu í Smáralind má finna á vef Smáralindar og Facebook.

Annað fréttnæmt

12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.