Almennar fréttir / 8. júlí 2014

Nýir leigusamningar í eignum Regins

Skúlagata 19 er nú komin í fulla útleigu, en nýlega undirritaði Janus leigusamning við Regin.  Janus hefur verið með starfsemi í húsinu en eykur við sig um eina hæð. Janus er endurhæfingarstöð þar sem fram fer starfs- og atvinnuendurhæfing. Markmið starfseminnar er að aðstoða fólk til að komast út á vinnumarkaðinn og fyrirbyggja varanlega örorku.

Í Suðurhrauni 1 í Garðabæ hefur verið skrifað undir nýjan leigusamning. Þangað hefur Tæknimiðstöðin ehf. flutt starfsemi sína en fyrirtækið er umboðs- og heildverslun, með upplýsinga- og fræðslustarfsemi auk vottun og tjónamat innan bílgreina.

Mörkin 4 er nú einnig komin í  fulla útleigu en Rekstrarland mun opna starfsemi þar næstkomandi föstudag eftir að húsnæði þeirra að Skeifunni 11 brann síðastliðna helgi. Rekstrarland býður heildarlausnir og veitir alhliða ráðgjöf varðandi hreinlæti í matvælaiðnaði, gerð þrifaáætlana, eftirliti með þrifum, val á tækjum, gæðaeftirlit og fleira. Fyrr á árinu flutti Glerborg starfsemi sína í Mörkina 4.

Í Smáralind er sumarútsalan í fullum gangi. Te og Kaffi opnaði nýlega glæsilegt kaffihús í nýju rými en þar er nú hægt að setjast niður með ilmandi kaffibolla og njóta léttra veitinga. Nánari upplýsingar um verslanir og þjónustu í Smáralind má finna á vef Smáralindar og Facebook.

Annað fréttnæmt

01. jún.

Stækkun Hafnartorgs fær nafnið Hafnartorg Gallery

Hafnartorgssvæðið stækkar umtalsvert í sumar en á næstu vikum opnar nýr áfangastaður með verslunum og veitingastöðum við gömlu höfnina í Reykjavík. Staðurinn hefur nú fengið nafnið Hafnartorg Gallery en þar verður að finna vandaðar verslanir, úrval af mat og drykk fyrir öll tækifæri auk menningartengdrar starfssemi.
27. apr.

Framtíðin í smásölu

Fyrsta skólavetri Smáralindarskólans lauk með fyrirlestri sem haldin var í Smárabíói þann 26. apríl. Fyrirlesturinn fjallaði um framtíðina í smásölu. Sænski retail ráðgjafinn, Håkan Pehrsson, hélt afar áhugavert erindi um hvernig smásölubransinn er að þróast og hvar helstu tækifærin liggja í smásölu næstu misserin.