Almennar fréttir / 12. september 2014

Nýir leigusamningar í eignum Regins (1)

Lóuhólar 2-6, einnig nefndir Hólagarðar, eru komnir í fulla útleigu. Ísbúð í samstarfi við Kjörís opnar ísbúð í Lóuhólum 6 við hlið Domino´s. Sömu aðilar reka ísbúð á Háaleitisbraut og í Smáralind. Einnig mun Noodle station verða með vinnslu í Lóuhólum 2-4 vegna veitingastaða sinna.

Verkfræðistofan Vatnaskil hefur skrifað undir leigusamning við Regin og flytur starfsemi sína í eina af nýju eignum Regins að Síðumúla 28.


Framlengdur hefur verið leigusamningur um 10 ár við Hliðarspor í Guðríðarstíg 6-8. Hliðarspor er tengt S4S ehf. sem er einn stærsti innflytjandi og söluaðili á skóm á Íslandi.


Eins og kynnt hefur verið þá hefur Orange Project hafið starfsemi í Ármúla 6 og rekur þar skrifstofuhótel.

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.