Almennar fréttir / 12. september 2014

Nýir leigusamningar í eignum Regins (1)

Lóuhólar 2-6, einnig nefndir Hólagarðar, eru komnir í fulla útleigu. Ísbúð í samstarfi við Kjörís opnar ísbúð í Lóuhólum 6 við hlið Domino´s. Sömu aðilar reka ísbúð á Háaleitisbraut og í Smáralind. Einnig mun Noodle station verða með vinnslu í Lóuhólum 2-4 vegna veitingastaða sinna.

Verkfræðistofan Vatnaskil hefur skrifað undir leigusamning við Regin og flytur starfsemi sína í eina af nýju eignum Regins að Síðumúla 28.


Framlengdur hefur verið leigusamningur um 10 ár við Hliðarspor í Guðríðarstíg 6-8. Hliðarspor er tengt S4S ehf. sem er einn stærsti innflytjandi og söluaðili á skóm á Íslandi.


Eins og kynnt hefur verið þá hefur Orange Project hafið starfsemi í Ármúla 6 og rekur þar skrifstofuhótel.

Annað fréttnæmt

01. jún.

Stækkun Hafnartorgs fær nafnið Hafnartorg Gallery

Hafnartorgssvæðið stækkar umtalsvert í sumar en á næstu vikum opnar nýr áfangastaður með verslunum og veitingastöðum við gömlu höfnina í Reykjavík. Staðurinn hefur nú fengið nafnið Hafnartorg Gallery en þar verður að finna vandaðar verslanir, úrval af mat og drykk fyrir öll tækifæri auk menningartengdrar starfssemi.
27. apr.

Framtíðin í smásölu

Fyrsta skólavetri Smáralindarskólans lauk með fyrirlestri sem haldin var í Smárabíói þann 26. apríl. Fyrirlesturinn fjallaði um framtíðina í smásölu. Sænski retail ráðgjafinn, Håkan Pehrsson, hélt afar áhugavert erindi um hvernig smásölubransinn er að þróast og hvar helstu tækifærin liggja í smásölu næstu misserin.