Almennar fréttir / 12. ágúst 2021

Niðurstaða skuldabréfaútboðs Regins

Reginn hf. hefur lokið útboði á skuldabréfum í grænu skuldabréfaflokkunum REGINN23 GB og REGINN27 GB. Alls bárust tilboð að fjárhæð 9.160 m.kr. að nafnvirði.

Heildartilboð í REGINN23 GB námu samtals 3.420 m.kr. að nafnvirði. Ákveðið var að taka tilboðum að fjárhæð 1.480 m.kr. að nafnvirði á ávöxtunarkröfunni 3,09% og verður heildarstærð flokksins í kjölfar stækkunar því að nafnvirði 4.380 m.kr. Flokkurinn er óverðtryggður og tryggður með almennu tryggingafyrirkomulagi félagsins.

Heildartilboð í REGINN27 GB námu samtals 5.740 m.kr. að nafnvirði. Ákveðið var að taka tilboðum að fjárhæð 4.560 m.kr. að nafnvirði á ávöxtunarkröfunni 1,27% og verður heildarstærð flokksins í kjölfar stækkunar því að nafnvirði 6.380 m.kr. Flokkurinn er verðtryggður og tryggður með almennu tryggingafyrirkomulagi félagsins.

Uppgjör viðskiptanna er fyrirhugað þann 18. ágúst næstkomandi.

Grænu umgjörðina ásamt vottun CICERO má nálgast hér. 

 

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.