Almennar fréttir / 12. ágúst 2021

Niðurstaða skuldabréfaútboðs Regins

Reginn hf. hefur lokið útboði á skuldabréfum í grænu skuldabréfaflokkunum REGINN23 GB og REGINN27 GB. Alls bárust tilboð að fjárhæð 9.160 m.kr. að nafnvirði.

Heildartilboð í REGINN23 GB námu samtals 3.420 m.kr. að nafnvirði. Ákveðið var að taka tilboðum að fjárhæð 1.480 m.kr. að nafnvirði á ávöxtunarkröfunni 3,09% og verður heildarstærð flokksins í kjölfar stækkunar því að nafnvirði 4.380 m.kr. Flokkurinn er óverðtryggður og tryggður með almennu tryggingafyrirkomulagi félagsins.

Heildartilboð í REGINN27 GB námu samtals 5.740 m.kr. að nafnvirði. Ákveðið var að taka tilboðum að fjárhæð 4.560 m.kr. að nafnvirði á ávöxtunarkröfunni 1,27% og verður heildarstærð flokksins í kjölfar stækkunar því að nafnvirði 6.380 m.kr. Flokkurinn er verðtryggður og tryggður með almennu tryggingafyrirkomulagi félagsins.

Uppgjör viðskiptanna er fyrirhugað þann 18. ágúst næstkomandi.

Grænu umgjörðina ásamt vottun CICERO má nálgast hér. 

 

Annað fréttnæmt

01. jún.

Stækkun Hafnartorgs fær nafnið Hafnartorg Gallery

Hafnartorgssvæðið stækkar umtalsvert í sumar en á næstu vikum opnar nýr áfangastaður með verslunum og veitingastöðum við gömlu höfnina í Reykjavík. Staðurinn hefur nú fengið nafnið Hafnartorg Gallery en þar verður að finna vandaðar verslanir, úrval af mat og drykk fyrir öll tækifæri auk menningartengdrar starfssemi.
27. apr.

Framtíðin í smásölu

Fyrsta skólavetri Smáralindarskólans lauk með fyrirlestri sem haldin var í Smárabíói þann 26. apríl. Fyrirlesturinn fjallaði um framtíðina í smásölu. Sænski retail ráðgjafinn, Håkan Pehrsson, hélt afar áhugavert erindi um hvernig smásölubransinn er að þróast og hvar helstu tækifærin liggja í smásölu næstu misserin.