Almennar fréttir / 6. september 2021

Mikil ánægja með nýjar höfuðstöðvar Vegagerðarinnar

Reginn hf. og Vegagerðin skrifuðu undir samkomulag um byggingu höfuðstöðvanna í mars 2020, að undangengnu útboði. Reginn byggði húsið og á, en Vegagerðin leigir til langs tíma.

Starfsemi Vegagerðarinnar flutti í húsnæðið fyrir skemmstu og við hátíðlega opnunarathöfn flutti Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar ávarp og sagði reynslu starfsmanna af hinu nýja húsnæði mjög góða og hafa farið fram úr væntingum.

Nýja húsið skiptist í 6.000 fermetra skrifstofu- og geymsluhúsnæði og 9.000 fermetra útisvæði. Í húsinu eru um 170 starfsstöðvar, 21 fundarherbergi af ýmsum stærðum og 10 minni næðisrými. 

 

Fleiri umfjallanir um opnun höfuðstöðvanna:

Á vef Stjórnarráðsins, Stjórnarráðið | Ráðherra opnaði nýtt húsnæði Vegagerðarinnar (stjornarradid.is)

Á vef Vegagerðarinnar,  Varða Vegagerðarinnar flutti með í Garðabæinn | Fréttir | Vegagerðin (vegagerdin.is)

Á vef Garðabæjar, Nýjar höfuðstöðvar Vegagerðarinnar í Garðabæ | Fréttir | Garðabær (gardabaer.is)

 

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.