Almennar fréttir / 6. september 2021

Mikil ánægja með nýjar höfuðstöðvar Vegagerðarinnar

Reginn hf. og Vegagerðin skrifuðu undir samkomulag um byggingu höfuðstöðvanna í mars 2020, að undangengnu útboði. Reginn byggði húsið og á, en Vegagerðin leigir til langs tíma.

Starfsemi Vegagerðarinnar flutti í húsnæðið fyrir skemmstu og við hátíðlega opnunarathöfn flutti Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar ávarp og sagði reynslu starfsmanna af hinu nýja húsnæði mjög góða og hafa farið fram úr væntingum.

Nýja húsið skiptist í 6.000 fermetra skrifstofu- og geymsluhúsnæði og 9.000 fermetra útisvæði. Í húsinu eru um 170 starfsstöðvar, 21 fundarherbergi af ýmsum stærðum og 10 minni næðisrými. 

 

Fleiri umfjallanir um opnun höfuðstöðvanna:

Á vef Stjórnarráðsins, Stjórnarráðið | Ráðherra opnaði nýtt húsnæði Vegagerðarinnar (stjornarradid.is)

Á vef Vegagerðarinnar,  Varða Vegagerðarinnar flutti með í Garðabæinn | Fréttir | Vegagerðin (vegagerdin.is)

Á vef Garðabæjar, Nýjar höfuðstöðvar Vegagerðarinnar í Garðabæ | Fréttir | Garðabær (gardabaer.is)

 

Annað fréttnæmt

01. jún.

Stækkun Hafnartorgs fær nafnið Hafnartorg Gallery

Hafnartorgssvæðið stækkar umtalsvert í sumar en á næstu vikum opnar nýr áfangastaður með verslunum og veitingastöðum við gömlu höfnina í Reykjavík. Staðurinn hefur nú fengið nafnið Hafnartorg Gallery en þar verður að finna vandaðar verslanir, úrval af mat og drykk fyrir öll tækifæri auk menningartengdrar starfssemi.
27. apr.

Framtíðin í smásölu

Fyrsta skólavetri Smáralindarskólans lauk með fyrirlestri sem haldin var í Smárabíói þann 26. apríl. Fyrirlesturinn fjallaði um framtíðina í smásölu. Sænski retail ráðgjafinn, Håkan Pehrsson, hélt afar áhugavert erindi um hvernig smásölubransinn er að þróast og hvar helstu tækifærin liggja í smásölu næstu misserin.