Almennar fréttir / 3. apríl 2023

Mikado opnar verslun á Hafnartorgi

Við hjá Regin vinnum markvisst að því að styrkja Hafnartorg sem hágæða verslunar-, veitinga- og afþreyingarsvæði í miðborg Reykjavíkur og því er afar ánægjulegt að segja frá því að hönnunar- og lífstílsverslunin Mikado hefur opnað á Kolagötu.

Mikado er hönnunarrými og lífstílsverslun með sterkra áherslu á japanska og skandinavíska fagurfræði. Grafísku hönnuðirnir Aron Freyr Heimisson og Einar Guðmundsson stofnuðu verslunina árið 2020 og sjá um að sérvelja hvern hlut hennar af mikilli kostgæfni.

Eitt af aðal vörumerkjum verslunarinnar er fransk-bandaríska ilmvatnsmerkið Le Labo sem opnaði í fyrsta sinn á Íslandi í september 2021 og hafa viðtökurnar verið vonum framar. Le Labo fæddist í Grasse í Frakklandi sem er svokölluð höfuðborg ilmvatnsgerðar sem staðsett er á frönsku Rivíerunni. Merkið þróaðist svo og óx í New York borg.

Mikado býður gestum sínum að uppgötva úrval af ilmvötnum, húsgögnum, lýsingu og lífsstílsmunum sem hafa sannað sig í gegnum hönnun, efni og handverk og búa yfir einstakri fagurfræði sem hvetur til núvitundar.

„Hafnartorg er í mikilli grósku og eru spennandi tímar framundan. Við erum virkilega spennt fyrir nýja hverfinu, hér erum við komin í hóp rótgróinna verslana með heimsþekkt vörumerki sem hafa sannað sig í gegnum tímana tvenna” sögðu þeir Aron og Einar er þeir voru spurðir hvers vegna Hafnartorg hefði orðið fyrir valinu sem staðsetning fyrir Mikado.

Til hamingju Mikado með glæsilega verslun!

Annað fréttnæmt

12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.