Almennar fréttir / 2. október 2019

Michelsen 1909 opnar á Hafnartorgi

Michelsen úrsmiðir hafa opnað stórglæsilega verslun á Hafnartorgi. Í verslun þeirra er í fyrsta skipti á Íslandi sérstök ROLEX verslun („shop in shop“) með auknu úrvali af þessum fágætu lúxus úrum.  Auk þeirra má finna önnur hágæða vörumerki eins og Tudor, TAG Heuer, Longiness, Modavo, Tissot og Georg Jensen. Við óskum Michelsen úrsmiðum innilega til hamingju með einstaka verslun sem markar stór tímamót í 110 ára sögu fyrirtækisins.

Annað fréttnæmt

08. jún.

Valfrjálst yfirtökutilboð Regins hf. í Eik fasteignafélag hf.

Stjórn Regins hefur sent tilkynningu í Kauphöll Íslands þar sem tilkynnt var um ákvörðun stjórnar um að lagt verði fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf. Við sjáum fyrir okkur nýja sókn þessara tveggja félaga undir nýju nafni og merki.
07. jún.

Fasteignamat 2024

Fasteignamat eignasafns Regins kemur til með að hækka um 2% milli áranna 2023 og 2024. Atvinnuhúsnæði í heild sinni á landinu hækkar hins vegar um 4,8%.
26. maí

Reginn gefur út nýja græna skuldabréfaflokka

Þann 25. maí 2023 voru gefnir út tveir nýir grænir skuldabréfaflokkar. Báðir flokkarnir eru grænir og eru veðtryggðir undir almenna tryggingarfyrirkomulagi Regins. Með farsælu útboði á þessum tveimur flokkum náðust öll meginmarkmið félagsins og standa meðal verðtryggðir vextir félagsins í um 2,84% í kjölfar útboðsins.