Michelsen úrsmiðir hafa opnað stórglæsilega verslun á Hafnartorgi. Í verslun þeirra er í fyrsta skipti á Íslandi sérstök ROLEX verslun („shop in shop“) með auknu úrvali af þessum fágætu lúxus úrum. Auk þeirra má finna önnur hágæða vörumerki eins og Tudor, TAG Heuer, Longiness, Modavo, Tissot og Georg Jensen. Við óskum Michelsen úrsmiðum innilega til hamingju með einstaka verslun sem markar stór tímamót í 110 ára sögu fyrirtækisins.
16.
nóv.

Reginn seldi græn skuldabréf í flokkinn REGINN50GB
Reginn lauk sölu á grænum skuldabréfum í flokknum REGINN50 GB þann 12. nóvember 2020.
25.
ágú.

Reginn er fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum
Reginn hlaut á dögunum viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Eitt af 17 fyrirtækjum sem hlutu viðurkenninguna.
30.
jún.

Reginn gefur út græn skuldabréf
Reginn hefur, fyrst íslenskra fasteignafélaga, lokið sölu á grænum skuldabréfum. Reginn verður þar með fyrsti einkaaðilinn og fyrsta félagið skráð á íslenskan hlutabréfamarkað til að gefa út slík bréf.