Almennar fréttir / 6. desember 2013

Ljósadýrð loftin gyllir í Smáralind


Smaralind-jol---3a

Hátíðlegt er um að litast í Smáralind nú í desember en nýjar jólaskreytingar hafa verið settar upp sem skapa góða jólastemmingu. Ljósadýrð fyllir gangana ásamt fagurlega skreyttum jólatrjám á mörgum stöðum. Í gryfjunni fyrir framan Debenhams má svo finna Mörgæsa-hljómsveit Smáralindar en þeir eru nýkomnir til landsins og ætla að skemmta ungum sem öldnum í desember.


Smaralind-jólaskraut

Jólagjafahandbók Smáralindar er vegleg í ár með yfir 140 blaðsíður af jólagjafahugmyndum. Henni hefur verið dreift á flest heimili landsins en hana má einnig skoða rafrænt - jólagjafahandbók Smáralindar.

 

Smaralind-jol---5a

Pakkajól Smáralindar og Bylgjunnar eru hafin og er fólk hvatt til að láta gott af sér leiða og kaupa eina auka jólagjöf og setja undir jólatréð á 1. hæð í Smáralind. Gjafirnar eru ætlaðar þeim sem ekki hafa efni á að kaupa jóalgjafir fyrir sína nánustu og munu fulltrúar frá Fjölskylduhjálp Íslands, Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstarfi Kirkjunnar sjá um að koma gjöfunum til þeirra sem á að gleðja. Við þjónustuborð Smáralindar má finna jólapappír og sérstaka merkimiða sem setja þarf á pakkann. Á miðann er merkt við hvort gjöfin henti dreng eða stúlku og á hann er skrifað fyrir hvaða aldur gjöfin hentar.

Á Facebook-síðu Smáralindar er hægt að fylgjast með góðum tilboðum, jólaleikjum í boði verslana ásamt myndum, m.a. af piparkökuhúsaleik Kötlu.


Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.