Almennar fréttir / 27. maí 2015

Kvartmíluklúbburinn heldur 40 ára afmælis bílasýningu dagana 5-7. júní nk. í Egilshöll

Af því tilefni verður sýning á vegum Kvartmíluklúbbsins á eftirtöldum tímum: föstudag 5. júní frá kl 18-22, laugardag 6. júní frá kl. 10-22 og sunnudag  7. júní frá kl. 10-17.

Yfir 200 tæki verða á sýningunni og þar á meðal kraftmestu kvartmílubílar, götubílar og mótorhjól landsins.

Auk þessa verða flottustu bílar landsins, gamlir, nýir, breyttir, 1200 hestafla götubílar o.fl.  Helsta aðdráttaraflið er samt án vafa, “Jet car” bíllinn Fire Force 3 sem er 10.000 hestöfl og fer kvartmíluna á um 5 sec. og nær um 500 km/klst. 

Einnig verður hægt að sjá Fire Force keyra á kvartmílubrautinni, Álfhellu, Hafnarfirði fimmtudaginn 4. júní nk. og opnar svæðið 18:30.


Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.