Almennar fréttir / 15. febrúar 2023

Kolefnisspor Regins lækkar um 19%

Kolefnisspor Regins fasteignafélags hefur lækkað um 19% yfir fjögurra ára tímabil. Þetta kemur fram í nýrri sjálfbærniskýrslu félagsins sem staðfest er af utanaðkomandi staðfestingaraðila, KPMG. Reginn hefur á undanförnum árum lagt aukna áherslu á sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð og hefur 27% af eignasafni félagsins nú hlotið umhverfisvottunina BREEAM In-use.

Umfangsmiklar framkvæmdir hafa átt sér stað innan eignasafnins og var heildarfjárfesting félagsins, alls 4,4 ma.kr. á árinu 2022. Meðal verkefna sem fjárfest var fjölgun rafbílahleðslustöðva við eignir félagsins og snjallsorp í Smáralind, en það er snjallt flokkunarkerfi sem stuðlar að betri og hagkvæmari sorpflokkun. Lausnin hefur þegar gefið góða raun á Hafnartorgi og er fyrirhuguð uppsetning á Höfðatorgi og í Egilshöll. Þá hefur starfsánægja aldrei mælst hærri og sótti starfsfólk félagsins að meðaltali 43 klukkustundir af endurmenntun, ráðstefnum og fyrirlestrum á árinu 2022, þar af um 11 klst. tileinkaðar sjálfbærni.

Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins fasteignafélags: „Við hjá Regin höfum lagt mikla áherslu á sjálfbæra þróun í okkar verkefnum og erum virkilega stolt og ánægð með að hafa lækkað kolefnisspor félagsins um 19% á síðustu fjórum árum. Framundan eru fleiri sóknarfæri í tengslum við þessa vegferð. Einnig er virkilega gleðilegt að sjá að starfsánægja hefur aldrei mælst hærri. Þessi árangur hvetur okkur til að halda áfram á sömu braut og gera enn betur.“

Sjálfbærniskýrslu Regins fyrir árið 2022 má nálgast hér.Annað fréttnæmt

29. mar.

Ungir frumkvöðlar í Smáralind

700 ungmenni kynntu viðskiptahugmyndir sínar í Smáralind 24. og 25. mars en Reginn og Smáralind hafa um árabil stutt við JA Iceland og hefur árleg Vörumessa Ungra frumkvöðla farið fram í Smáralind.
22. mar.

Hönnun á Hafnartorgi verðlaunuð

Hönnun á Hafnartorgi hlaut gullverðlaun á verðlaunahátíð FÍT, Fé­lags ís­lenskra teikn­ara sem fram fór í 22. sinn 17. mars sl. Þar voru veitt­ar viður­kenn­ing­ar fyr­ir það besta í graf­ískri hönn­un og mynd­lýs­ing­um á Íslandi.
27. feb.

Reginn efst fasteignafélaga

Nýverið birti Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) UFS mat Reitunar á innlendu eignasafni lífeyrissjóðsins. Í samantekt þeirra kemur fram að Reginn er efst fasteignafélaga og hækkar um tvö stig frá fyrra ári.