Almennar fréttir / 12. desember 2013

Jólaball Egilshallar og FM95,7

Egilshöllin og FM95,7 halda jólaball laugardaginn næstkomandi 14. desember klukkan 14:00-16:00 á skautasvellinu.

Þar verður skemmtileg fjölskyldudagskrá þar sem Agnes Dís sýnir listskautadans, Unnur Eggerts kemur og syngur nokkur vel valin jólalög og auðvitað kíkir jólasveinn í heimsókn.

Plötusnúður spilar skemmtilega tónlist og fríar piparkökur á meðan birgðir endast.

Aðgangseyrir aðeins 1000 kr og eru skautar innifaldir í verðinu.

Allir velkomnir!


Jólaball Egilshallar og FM95,7 - 14.12.2013

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.