Almennar fréttir / 19. október 2022

Intro opnar á Höfðatorgi

Múlakaffi, sem er leiðandi í veisluþjónustu hérlendis, hefur víkkað sjóndeildarhringinn og opnað glænýtt hádegishlaðborð í glerskálanum í Turninum í Höfðatorgi. Um er að ræða hluta af nýrri stefnu sem er vaxandi í nýbyggingum fyrir fyrirtæki og stofnanir. Eitt hádegishlaðborð sem starfsmenn allra fyrirtækja í nærumhverfinu hafa aðgang að. „Við erum afar stolt af Intro, þetta er samvinnuverkefni með Reginn, sem er rekstraraðili Höfðatorgs, og í raun framtíðin í hádegishlaðborðum“, segir Guðríður María Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Múlakaffis.

 

Í tilefni af opnun Intro og að framkvæmdum í anddyri turnsins á Höfðatorgi ásamt öðrum uppfærslum og endurbótum í sameign fari senn að ljúka var öllu starfsfólki sem vinnur í húsinu, Katrínartúni 2, boðið í veislu á dögunum.

Veislan var haldin í garðskálanum og var afar góð mæting í veisluna. Var það mál manna að þarna væri komin glæsileg viðbót í veitingaflóru svæðisins.Stuttlega var farið yfir það sem unnið hefur verið að í húsinu, nýju anddyri og öðrum nýjungum, djazz tríó lék tónlist og Intro bauð upp á glæsilegar veitingar.

Annað fréttnæmt

29. mar.

Ungir frumkvöðlar í Smáralind

700 ungmenni kynntu viðskiptahugmyndir sínar í Smáralind 24. og 25. mars en Reginn og Smáralind hafa um árabil stutt við JA Iceland og hefur árleg Vörumessa Ungra frumkvöðla farið fram í Smáralind.
22. mar.

Hönnun á Hafnartorgi verðlaunuð

Hönnun á Hafnartorgi hlaut gullverðlaun á verðlaunahátíð FÍT, Fé­lags ís­lenskra teikn­ara sem fram fór í 22. sinn 17. mars sl. Þar voru veitt­ar viður­kenn­ing­ar fyr­ir það besta í graf­ískri hönn­un og mynd­lýs­ing­um á Íslandi.
27. feb.

Reginn efst fasteignafélaga

Nýverið birti Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) UFS mat Reitunar á innlendu eignasafni lífeyrissjóðsins. Í samantekt þeirra kemur fram að Reginn er efst fasteignafélaga og hækkar um tvö stig frá fyrra ári.