Almennar fréttir / 19. október 2022

Intro opnar á Höfðatorgi

Múlakaffi, sem er leiðandi í veisluþjónustu hérlendis, hefur víkkað sjóndeildarhringinn og opnað glænýtt hádegishlaðborð í glerskálanum í Turninum í Höfðatorgi. Um er að ræða hluta af nýrri stefnu sem er vaxandi í nýbyggingum fyrir fyrirtæki og stofnanir. Eitt hádegishlaðborð sem starfsmenn allra fyrirtækja í nærumhverfinu hafa aðgang að. „Við erum afar stolt af Intro, þetta er samvinnuverkefni með Reginn, sem er rekstraraðili Höfðatorgs, og í raun framtíðin í hádegishlaðborðum“, segir Guðríður María Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Múlakaffis.

 

Í tilefni af opnun Intro og að framkvæmdum í anddyri turnsins á Höfðatorgi ásamt öðrum uppfærslum og endurbótum í sameign fari senn að ljúka var öllu starfsfólki sem vinnur í húsinu, Katrínartúni 2, boðið í veislu á dögunum.

Veislan var haldin í garðskálanum og var afar góð mæting í veisluna. Var það mál manna að þarna væri komin glæsileg viðbót í veitingaflóru svæðisins.Stuttlega var farið yfir það sem unnið hefur verið að í húsinu, nýju anddyri og öðrum nýjungum, djazz tríó lék tónlist og Intro bauð upp á glæsilegar veitingar.

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.