Almennar fréttir / 19. október 2022

Intro opnar á Höfðatorgi

Múlakaffi, sem er leiðandi í veisluþjónustu hérlendis, hefur víkkað sjóndeildarhringinn og opnað glænýtt hádegishlaðborð í glerskálanum í Turninum í Höfðatorgi. Um er að ræða hluta af nýrri stefnu sem er vaxandi í nýbyggingum fyrir fyrirtæki og stofnanir. Eitt hádegishlaðborð sem starfsmenn allra fyrirtækja í nærumhverfinu hafa aðgang að. „Við erum afar stolt af Intro, þetta er samvinnuverkefni með Reginn, sem er rekstraraðili Höfðatorgs, og í raun framtíðin í hádegishlaðborðum“, segir Guðríður María Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Múlakaffis.

 

Í tilefni af opnun Intro og að framkvæmdum í anddyri turnsins á Höfðatorgi ásamt öðrum uppfærslum og endurbótum í sameign fari senn að ljúka var öllu starfsfólki sem vinnur í húsinu, Katrínartúni 2, boðið í veislu á dögunum.

Veislan var haldin í garðskálanum og var afar góð mæting í veisluna. Var það mál manna að þarna væri komin glæsileg viðbót í veitingaflóru svæðisins.Stuttlega var farið yfir það sem unnið hefur verið að í húsinu, nýju anddyri og öðrum nýjungum, djazz tríó lék tónlist og Intro bauð upp á glæsilegar veitingar.

Annað fréttnæmt

28. okt.

Framsækið margmiðlunarverk vígir stafrænt sýningarrými í Hafnartorgi Gallery

4. nóvember næstkomandi verður frumflutt nýtt margmiðlunarverk eftir Högna Egilsson og karlssonwilker í Hafnartorg Gallery. Karlssonwilker er hönnunarstúdíó í New York sem Íslendingurinn Hjalti Karlsson stofnaði um síðustu aldamót. Á farsælum ferli hefur stúdíóið unnið með MoMA, Nintendo, Samsung, Puma, og Guggenheim og Rockefeller-sjóðunum svo fátt eitt sé nefnt.
20. okt.

Reginn hlýtur verðlaun fyrir framúrskarandi samfélagsábyrgð

Við erum einstaklega ánægð og stolt af því að Reginn hafi hlotið sérstök verðlaun fyrir árangur á sviði samfélagsábyrgðar meðal Framúrskarandi fyrirtækja 2022. Verðlaunin eru veitt árlega af Creditinfo í samstarfi við Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð.
17. okt.

Snjallsorp í Smáralind

Innleiðing er nú hafin að nýju og snjöllu flokkunarkerfi í Smáralind sem stuðlar að betri og hagkvæmari sorpflokkun. Kerfið, sem kallað er Snjallsorp þjónar fyrirtækjum í Smáralind.