Almennar fréttir / 14. febrúar 2012

Hópráðningar í Skemmtigarðinum

Hópráðningar standa fyrir dyrum hjá Skemmtigarðinum sem opnar bráðum 2.000 fermetra innanhússtívolí í Smáralind. Áætlað er að ráða 60 manns í vinnu og tóku umsækjendur þátt í óhefðbundnu ráðningarferli.

Um hundrað manns voru boðaðir í hópviðtöl en áætlað er að ráða starfsfólk til að vinna í nýjum Skemmtigarði í Smáralind. Þar eru framkvæmdir nú í hámarki en vonast er til að opna garðinn um næstu mánaðamót.

Hópviðtölin voru með þeim hætti að hver hópur þurfti að leysa verkefni í sameiningu og fara í leiki. Á meðan fylgdust forsvarsmenn Skemmtigarðsins með og mátu hvern og einn eftir hans frammistöðu.

Þeir eiginleikar eru númer eitt, tvö og þrjú að brosa, hafa þjónustulund og hafa gaman að starfinu. Fólk þarf að vera jákvætt og geta tæklað aðstæður rétt.

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.