Almennar fréttir / 14. febrúar 2012

Hópráðningar í Skemmtigarðinum

Hópráðningar standa fyrir dyrum hjá Skemmtigarðinum sem opnar bráðum 2.000 fermetra innanhússtívolí í Smáralind. Áætlað er að ráða 60 manns í vinnu og tóku umsækjendur þátt í óhefðbundnu ráðningarferli.

Um hundrað manns voru boðaðir í hópviðtöl en áætlað er að ráða starfsfólk til að vinna í nýjum Skemmtigarði í Smáralind. Þar eru framkvæmdir nú í hámarki en vonast er til að opna garðinn um næstu mánaðamót.

Hópviðtölin voru með þeim hætti að hver hópur þurfti að leysa verkefni í sameiningu og fara í leiki. Á meðan fylgdust forsvarsmenn Skemmtigarðsins með og mátu hvern og einn eftir hans frammistöðu.

Þeir eiginleikar eru númer eitt, tvö og þrjú að brosa, hafa þjónustulund og hafa gaman að starfinu. Fólk þarf að vera jákvætt og geta tæklað aðstæður rétt.

Annað fréttnæmt

10. feb.

Reginn hefur birt ársuppgjör fyrir 2020

Afkoma Regins á árinu 2020 er lituð af þeim aðstæðum sem upp hafa komið í samfélaginu í tengslum við COVID-19. Rekstrartekjur námu 9.736 m.kr. og þar af námu leigutekjur 9.170 m.kr.
29. jan.

Smáralind efst verslunarmiðstöðva í Íslensku ánægjuvoginni

Smáralind var efst í flokki verslunarmiðstöðva í niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar sem mælir ánægju viðskiptavina gagnvart fyrirtækjum auk þess sem horft er til annarra þátta eins og ímynd, mat á gæðum og tryggð viðskiptavinanna.