Almennar fréttir / 22. mars 2023

Hönnun á Hafnartorgi verðlaunuð

 

Verðlaun FÍT, Fé­lags ís­lenskra teikn­ara voru af­hent í 22. sinn 17. mars sl. Þar voru veitt­ar viður­kenn­ing­ar fyr­ir það besta í graf­ískri hönn­un og mynd­lýs­ing­um á Íslandi. Alls bár­ust yfir 500 inn­send­ing­ar í 21 flokk, sem er met, og þar af voru 92 verk­efni til­nefnd.

Á verðlaunaafhendingunni hlaut hönnuðurinn Alberto Farreras Muñoz gullverðlaun fyrir verk sitt í flokki umhverfisgrafíkur sem hann vann fyrir skjái í veitingarými í Hafnartorg Gallery. Hönnun á Hafnartorgi Gallery þykir skara fram úr og eru verðlaun Alberto skýrt dæmi um það hvernig hönnun getur haft áhrif á stemningu og upplifun á jafn fjölbreyttu svæði og Hafnartorg er.  

Dómnefndin sagði þetta um verk Alberto: „Falleg og ljóðræn stemmning. Lágstemmd umhverfisgrafík sem býr til útsýni í gluggalausu rými. Snjallur dúalismi skapar réttu stemninguna, á daginn og svo kvöldin. Styrkir rýmið á smekklegan hátt. Fær það til að rísa á daginn og færir það neðansjávar á kvöldin.“

Við hjá Regin óskum Alberto innilega til hamingju með þennan góða árangur og þökkum einkar ánægjulegt samstarf. Að sama skapi bjóðum við gesti og gangandi velkomna á Hafnartorg og í Hafnartorg Gallery en á svæðinu má finna fjölbreytt úrval verslana, veitingastaða og afþreyingar.

 

Annað fréttnæmt

08. jún.

Valfrjálst yfirtökutilboð Regins hf. í Eik fasteignafélag hf.

Stjórn Regins hefur sent tilkynningu í Kauphöll Íslands þar sem tilkynnt var um ákvörðun stjórnar um að lagt verði fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf. Við sjáum fyrir okkur nýja sókn þessara tveggja félaga undir nýju nafni og merki.
07. jún.

Fasteignamat 2024

Fasteignamat eignasafns Regins kemur til með að hækka um 2% milli áranna 2023 og 2024. Atvinnuhúsnæði í heild sinni á landinu hækkar hins vegar um 4,8%.
26. maí

Reginn gefur út nýja græna skuldabréfaflokka

Þann 25. maí 2023 voru gefnir út tveir nýir grænir skuldabréfaflokkar. Báðir flokkarnir eru grænir og eru veðtryggðir undir almenna tryggingarfyrirkomulagi Regins. Með farsælu útboði á þessum tveimur flokkum náðust öll meginmarkmið félagsins og standa meðal verðtryggðir vextir félagsins í um 2,84% í kjölfar útboðsins.