Almennar fréttir / 27. nóvember 2013

Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir varamaður kemur inn í stjórn Regins hf.

Frá og með föstudeginum 29. nóvember mun Guðrún Blöndal láta af störfum í stjórn Regins hf. Á sama tíma kemur í hennar stað Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir varamaður í stjórn Regins .

Hjördís er með BS gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands. Hjördís hefur mikla stjórnunarreynslu en hún var árin 2010 -2012 framkvæmdastjóri Endurskipulagningar eigna hjá Landsbankanum ásamt því að leiða sameiningu SP fjármögnunar og Avant í nýtt svið Landsbankans sem heitir  Bíla- og tækjafjármögnun Landsbankans.  Hjördís hefur einnig starfað í Fjármálaráðuneytinu sem ráðgjafi Fjármálaráðherra frá 2009-2010. Stjórn og stjórnendur Regins bjóða hana velkomna í hópinn.

Guðrún Blöndal  hefur setið í stjórn Regins frá því í desember 2012.  Guðrún er að hverfa til annarra starfa og þakkar stjórn og stjórnendur félagins henni fyrir vel unnin störf fyrir Regin og óskar henni góðs gengis á nýjum starfsvettvangi.

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.