Almennar fréttir / 23. mars 2016

Hækkun á hlutafé í Reginn hf. (1)

 

Reginn hf. hefur aukið hlutafé sitt um 126.600.000 krónur að nafnverði. Heimild hluthafafundar er frá 22. mars 2016 og ákvað stjórn Regins á fundi sínum síðar þann sama dag að nýta fyrrgreinda heimild hluthafafundar. Hlutafjáraukningin er vegna kaupa Regins á fasteignafélögunum Ósvör ehf. og CFV 1 ehf. Lögbundinn forgangsréttur hluthafa gildir ekki um hið nýja hlutafé.

 

Hlutafé í Regin fyrir hlutafjáraukninguna var 1.428.700.000 krónur að nafnvirði og er að henni lokinni 1.555.300.000 krónur að nafnverði. Hver hlutur í Regin er ein króna að nafnvirði eða margfeldi þar af. Eitt atkvæði fylgir hverri einni krónu í hlutafé. Reginn á ekki eigin hluti. Hinir nýju hlutir veita réttindi í Regin frá skráningardegi hlutafjárhækkunarinnar hjá Fyrirtækjaskrá. Sölubann gildir um hina nýju hluti þannig að 30% hlutanna verða seljanlegir við afhendingu, 60% eftir 6 mánuði og 100% eftir 9 mánuði frá afhendingu.

 

 

 

Nánari upplýsingar veitir:

Helgi S. Gunnarsson – Forstjóri – helgi@reginn.is – S: 512 8900 / 899 6262

 

Annað fréttnæmt

12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.