Almennar fréttir / 6. maí 2019

GK Reykjavík opnar á Hafnartorgi

GK Reykjavik er búið að opna 380 fermetra dömu- og herra tískuvöruverslun á Hafnartorgi en þar verður hægt að nálgast úrval alþjóðlegra tískuvörumerkja á borð við Filippa K., Tiger of Sweden, Paul Smith, J. Lindeberg, ACNE HELUT LANG, Victoria by Victoria Bechkam og Kenzo.   Verslunin er í eigu NTC  sem á og rekur fjölda verslana eins og Galleri Sautján, Eva og Karakter.

Opnunartími verslunarinnar er lengri en venja er í miðbæ Reykjavíkur, eða alla daga frá 10:00-19:00, nema sunnudaga frá kl. 13:00-18:00.

Bílakjallari undir Hafnartorgi er opinn almenningi (um 250 gjaldskyld stæði aðgengileg en verða síðar um 1.110 undir svæðinu öllu).

Nú þegar er búið er að leigja út yfir 80% af verslunarfermetrum á svæðinu, en leigutakar eru sérvaldir á svæðið með heildarbrag og ímynd svæðisins að leiðarljósi. Framkvæmdir við fleiri rými á Hafnartorgi eru nú í fullum gangi og munu næstu verslanir opna á vormánuðum og í sumar.

Annað fréttnæmt

08. jún.

Valfrjálst yfirtökutilboð Regins hf. í Eik fasteignafélag hf.

Stjórn Regins hefur sent tilkynningu í Kauphöll Íslands þar sem tilkynnt var um ákvörðun stjórnar um að lagt verði fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf. Við sjáum fyrir okkur nýja sókn þessara tveggja félaga undir nýju nafni og merki.
07. jún.

Fasteignamat 2024

Fasteignamat eignasafns Regins kemur til með að hækka um 2% milli áranna 2023 og 2024. Atvinnuhúsnæði í heild sinni á landinu hækkar hins vegar um 4,8%.
26. maí

Reginn gefur út nýja græna skuldabréfaflokka

Þann 25. maí 2023 voru gefnir út tveir nýir grænir skuldabréfaflokkar. Báðir flokkarnir eru grænir og eru veðtryggðir undir almenna tryggingarfyrirkomulagi Regins. Með farsælu útboði á þessum tveimur flokkum náðust öll meginmarkmið félagsins og standa meðal verðtryggðir vextir félagsins í um 2,84% í kjölfar útboðsins.