GK Reykjavik er búið að opna 380 fermetra dömu- og herra tískuvöruverslun á Hafnartorgi en þar verður hægt að nálgast úrval alþjóðlegra tískuvörumerkja á borð við Filippa K., Tiger of Sweden, Paul Smith, J. Lindeberg, ACNE HELUT LANG, Victoria by Victoria Bechkam og Kenzo. Verslunin er í eigu NTC sem á og rekur fjölda verslana eins og Galleri Sautján, Eva og Karakter.
Opnunartími verslunarinnar er lengri en venja er í miðbæ Reykjavíkur, eða alla daga frá 10:00-19:00, nema sunnudaga frá kl. 13:00-18:00.
Bílakjallari undir Hafnartorgi er opinn almenningi (um 250 gjaldskyld stæði aðgengileg en verða síðar um 1.110 undir svæðinu öllu).
Nú þegar er búið er að leigja út yfir 80% af verslunarfermetrum á svæðinu, en leigutakar eru sérvaldir á svæðið með heildarbrag og ímynd svæðisins að leiðarljósi. Framkvæmdir við fleiri rými á Hafnartorgi eru nú í fullum gangi og munu næstu verslanir opna á vormánuðum og í sumar.

Valfrjálst yfirtökutilboð Regins hf. í Eik fasteignafélag hf.

Fasteignamat 2024
