Almennar fréttir / 14. febrúar 2014

Framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi 2013.

Dótturfélög Regins hf., þau Almenna byggingafélagið ehf, Goshóll ehf, Stórhöfði ehf. og VIST ehf. eru á lista Creditinfo árið 2013 yfir framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi.

Af rúmlega 33.000 fyrirtækjum sem skráð eru í hlutafélagaskrá náðu aðeins 462 að uppfylla þær kröfur sem settar eru til að komast inn á þennan lista.

Kröfurnar sem Creditinfo setur og fyrirtækin þurfa að uppfylla til að standast styrkleikamatið eru m.a.

-          Að hafa skilað ársreikningum til RSK fyrir rekstrarárin 2010-2012

-          Að vera með jákvætt áhættumat Creditinfo: CIP flokkar 1-3 (minna en 0,5% líkur á alvarlegum
           vanskilum) í janúar 2014

-          Að sýna rekstrarhagnað (EBIT) þrjú ár í röð, 2010-2012

-          Að ársniðurstaða sé jákvæð þrjú ár í röð, 2010-2012

-          Að eignir séu 80 milljónir kr. eða meira rekstrarárin 2010-2012

-          Að eiginfjárhlutfall sé 20% eða meira, rekstrarárin 2010-2012

-          Að vera með skráðan framkvæmdastjóra og stjórnarmenn í hlutafélagaskrá

-          Að vera virkt fyrirtæki samkvæmt skilgreiningu Creditinfo

Þann 13. febrúar á Hótel Nordica veitti Bjarni Benediktson fjármálaráðherra nokkrum fyrirtækjum sérstaka viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í rekstri árið 2013 jafnframt því sem heildarlistinn yfir framúrskarandi fyrirtæki var birtur en hann má nálgast á vef Creditinfo.

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.