Almennar fréttir / 10. mars 2017

Frambjóðendur til stjórnar Regins hf. 2017

Í framboði til stjórnar Regins hf. á aðalfundi félagsins 15. mars 2017 eru:

Til aðalstjórnar bjóða sig fram:

Albert Þór Jónsson

Fæðingarár: 1962.

Menntun: Viðskiptafræðingur, Cand. Oecon frá Háskóla Íslands 1986 og með MCF - meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík 2014. Með próf í verðbréfaviðskiptum og löggildingu í fasteignaviðskiptum.

Aðalstarf: Sjálfstætt starfandi.

Starfsreynsla: Framkvæmdastjóri hjá FL Group frá 2005-2007, forstöðumaður eignastýringar LSR (Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins) 2001-2005, forstöðumaður verðbréfamiðlunar Fjárvangs hf. 1998-2001, forstöðumaður hjá Landsbréfum í fyrirtækjaráðgjöf og verðbréfamiðlun 1990-1998 og fjármálaráðgjafi hjá Glitni – kaupleigu 1986-1990.

Stjórnarmaður í Reginn frá apríl 2015. Önnur stjórnarseta: Gneis ehf. (stjórnarmaður).

Hlutafjáreign í Reginn hf.: Albert á 10.000 hluti í félaginu eða 0,0006429%.

Hagsmunatengsl: Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptavini félagsins, keppinauta þess eða hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu.

 

Benedikt K. Kristjánsson

Fæðingarár: 1952.

Menntun: Meistarapróf í kjötiðn og námskeið í verkefna- og rekstrarstjórnun hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Er í námi hjá Rannsóknarstofnun  Háskóla Íslands í viðurkenndum stjórnarháttum sem lýkur í mars.

Aðalstarf:  Sölu og þjónustufulltrúi hjá Innnes ferskvöru ehf.

Starfsreynsla: Forstöðumaður gæða- og þróunarsviðs Samkaupa hf. og þar áður sem innkaupa- og rekstrarstjóri. Á árunum 1987 – 1999 starfaði Benedikt sem sjálfstætt starfandi kaupmaður.

Stjórnarmaður í Reginn frá desember 2012. Stjórnarformaður frá apríl 2014. Önnur stjórnarseta:  Í aðalstjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, Endurvinnslan hf. (varamaður). Formaður Kaupmannasamtaka íslands.

Hlutafjáreign í Reginn hf.: Engin

Hagsmunatengsl: Er  í aðalstjórn Lífeyrissjóðs Verslunarmanna sem er eigandi að 12.88% hlut í Reginn hf. 

 

Bryndís Hrafnkelsdóttir

Fæðingarár: 1964.

Menntun: Viðskiptafræðingur Cand. Oecon 1989 og. og M.S. gráða í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 2015.   

Aðalstarf:  Forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands frá 2010.

Starfsreynsla: Landfestar fjármálastjóri frá 2008-2010, Kaupþing banki hf. sérfræðingur á fjármálasviði samstæðu frá 2007-2008, Debenhams á Íslandi, framkvæmdastjóri 2000-2006, Hagkaup fjármálastjóri frá 1996-2000, Hof eignarhaldsfélag aðalbókari frá 1994-1996 og KPMG endurskoðun og bókhald frá 1990-1993.

Í stjórn Regins frá apríl 2014. Önnur stjórnarseta og trúnaðarstörf:  Formaður skólanefndar Verslunarskóla Íslands frá 2006, Ofanleiti 1 ehf. (stjórnarformaður) frá 2011, TM frá 2011 (varastjórn), Gjörð fjárfestingafélag (meðstjórnandi) frá 2015, Pfaff hf. 2007-2012 (meðstjórnandi).

Hlutafjáreign í Reginn hf.: Engin

Hagsmunatengsl: Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptavini félagsins, keppinauta þess eða hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu.

 

Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir

Fæðingarár: 1977

Menntun: MBA frá Copenhagen Business School, Héraðsdómslögmaður og Cand. Jur frá Háskóla Íslands.

Aðalstarf: Framkvæmdastjóri smásölusviðs Olís hf.

Starfsreynsla: Forstöðumaður fyrir fjárfestingabankasvið Arionbanka (2011-2014), Framkvæmdastjóri Skilanefndar og Slitastjórnar Sparisjóðabankans (2009-2011), Senior Vice President, Straumur Fjárfestingabanki (2008-2009). Framkvæmdastjóri, Atlas Ejendommea/s í Kaupmannahöfn (2004-2008).

Í stjórn Regins frá apríl 2014. Önnur trúnaðarstörf og stjórnarseta:  Ígló og Indí ehf. (meðstjórnandi). 

Hlutafjáreign í Reginn hf.: Engin

Hagsmunatengsl: Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptavini félagsins, keppinauta þess eða hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu.

 

Tómas Kristjánsson

Fæðingarár: 1965.

Menntun: MBA frá háskólanum í Edinborg 1997, Cand. Oecon. í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1989, löggiltur verðbréfamiðlari 2001.

Aðalstarf: Starfar sem annar eigandi Siglu ehf.

Starfsreynsla: Starfandi annar eigandi hjá Siglu ehf. og Klasa ehf. frá árinu 2007, 1998-2007 framkvæmdastjóri áhættustýringar, fjárstýringar og reikningshalds hjá Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, síðar Glitni banka, 1990-1998 yfirmaður lánaeftirlits Iðnlánasjóðs.

Í stjórn Regins frá apríl 2014. Önnur trúnaðarstörf og stjórnarseta: Sigla ehf. (meðstjórnandi), Klasi ehf. (stjórnarformaður), Klasi fjárfesting ehf. (stjórnarformaður), Gani ehf. (stjórnarformaður), Elliðarárvogur ehf. (stjórnarformaður), Heljarkambur ehf. (stjórnarformaður), Nesvellir ehf. (meðstjórnandi), NV lóðir ehf. (meðstjórnandi), NVL ehf. (meðstjórnandi), Draupnir-Sigla ehf. (meðstjórnandi), Sjóvá almennar tryggingar hf. (meðstjórnandi), SF1 slhf. (meðstjórnandi) og Grunnur I hf. (meðstjórnandi), Smárabyggð ehf. (stjórnarformaður), Húsafell Resort ehf. (meðstjórnandi) og Traðarhyrna ehf. (stjórnarformaður).

Hlutafjáreign í Reginn hf.: Sigla ehf., sem Tómas á helmingshlut í, á 100.000.000 hluti í félaginu eða 6,43%.

Hagsmunatengsl: Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptavini félagsins, keppinauta þess eða hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu.

 

Til varastjórnar bjóða sig fram:

Finnur Reyr Stefánsson

Fæðingarár: 1969.

Menntun: BS í hagfræði 1992 frá Háskóla Íslands og MBA í fjármálum frá Virginia Tech 1994. Löggiltur verðbréfamiðlari 2001.

Aðalstarf: Starfar sem annar eigandi Siglu ehf. frá vori 2007

Starfsreynsla:  Framkvæmdastjóri Rekstrarsviðs Glitnis 2006- vor 2007. Framkvæmdastjóri Markaðsviðskipta Íslandsbanka – FBA (Glitnis banka) 2000-2006. Sérfræðingur í áhættustýringu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins 1998-1999. Sjóðsstjóri verðbréfasjóða og hlutabréfasjóða Landsbréfa 1994-1997. Varamaður í stjórn Regins hf. frá 2014. 

Varamaður í stjórn Regins hf. frá 2014. Önnur trúnaðarstörf og stjórnarseta: Kvika banki hf. og ýmis dóttur- og hlutdeildarfélög Siglu og Klasa.

Hlutafjáreign í Reginn hf.: Sigla ehf., sem Finnur á helmingshlut í, á 100.000.000 hluti í félaginu eða 6,43%.

Hagsmunatengsl: Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptavini félagsins, keppinauta þess eða hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu.

 

Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir

Fæðingarár: 1969.

Menntun: M.Sc. í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands 2016 og B.Sc. í hagfræði frá Háskóla Íslands 1999.

Aðalstarf: Sjálfstætt starfandi.

Starfsreynsla:  Framkvæmdastjóri endurskipulagningar eigna hjá Landsbankanum 2010-2012 og framkvæmdastjóri Bíla- og tækjafjármögnunar hjá Landsbankanum 2011-2012. Ráðgjafi fjármálaráðherra frá 2009-2010. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka og Seðlabankanum frá 1999.

Varamaður í stjórn Regins hf. frá apríl 2013 og formaður endurskoðunarnefndar frá desember 2013. Önnur trúnaðarstörf og stjórnarseta: Fjármálaráð.

Hlutafjáreign í Reginn hf.: Engin.

Hagsmunatengsl: Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptavini félagsins, keppinauta þess eða hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu.

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.