Almennar fréttir / 10. júlí 2015

Fimleikabúnaður í nýtt fimleikahús við Egilshöll

Undirritaður hefur verið samningur um kaup á fimleikaáhöldum og búnaði fyrir nýtt fimleikahús sem er í byggingu við Egilshöll.  Að lokinni verðkönnun var boð Altís ehf. metið hagstæðast að teknu tilliti til verðs og gæða. Altís er rótgróið fyrirtæki sem flutt hefur inn íþróttabúnað um árabil og rekur m.a verslun að Bæjarhrauni 8 í Hafnarfirði. Verkís var ráðgjafi Regins við verðkönnun og samningagerð vegna verksins.

 Nyr fimleikabunadur i Egilsholl

Á myndinni eru frá hægri Einar Sigurðsson stjórnarformaður Altís, Katrín B. Sverrisdóttir           framkvæmdastjóri Egilshallar og Bjarni Jónsson tæknifræðingur hjá Verkís.

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.