Almennar fréttir / 7. júní 2023

Fasteignamat 2024

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, hefur birt fasteignamat fyrir árið 2024. Fasteignamat eignasafns Regins kemur til með að hækka um 2% milli áranna 2023 og 2024. Atvinnuhúsnæði í heild sinni á landinu hækkar hins vegar um 4,8%. Í greiningu HMS sem birt var samhliða fasteignamati kom fram að minni atvinnueignir voru helst að drífa áfram hækkun á fasteignamati atvinnuhúsnæðis.  

Undanfarin ár hefur markvisst verið unnið að því að selja minni fasteignir Regins sem falla ekki að stefnuáherslum félagsins og er því eignasafnið byggt upp af stórum vel staðsettum fasteignum. Í dag er meðal stærð fasteigna Regins 3.700 fermetrar, sem skýrir minni hækkun fasteignamats eignasafns Regins í samanburði við heildina. 

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.