Almennar fréttir / 24. maí 2019

COS opnar í fyrsta sinn á Íslandi

Alþjóðlega tískuvörumerkið COS hefur opnað glæsilega verslun á Hafnartorgi með úrvali af tískuvörum bæði fyrir dömur og herra.  Um er að ræða 600 m2 verslunarrými á tveimur hæðum í glæsilegu húsnæði sem á engan sinn líka á Íslandi m.t.t. arkitektúrs, staðsetningu og gæða. Sérstaklega er gaman að sjá hversu vel verslunin er útfærð þannig að stórir gluggafletir njóta sín sem gerir verslunina einstaklega bjarta og skemmtilega með stórbrotnu útsýni yfir á Arnarhól og Stjórnarráðið.

Annað fréttnæmt

20. nóv.

HSN flytur í Sunnuhlíð um áramót

Framkvæmdir við nýja heilsugæslu í Sunnuhlíð á Akureyri ganga vel og mun Heilbrigðisstofnun Norðurlands flytja í húsnæðið upp úr áramótum. Enn eru nokkur laus rými til ráðstöfunar og áfram er sérstök áhersla lögð á að bæta við rekstraraðilum í heilsutengdri þjónustu og verslun.
17. nóv.

Landsvirkjun flytur í Höfðatorgsturninn

Mikill áhugi hefur verið meðal fyrirtækja að vera með aðsetur í Höfðatorgsturninum í Katrínartúni 2. Í maí sl. var ritað undir grænan leigusamning við Landsvirkjun fyrir um 4.500 m2 í húsinu og mun starfsemi þeirra dreifast á fimm hæðir.