Alþjóðlega tískuvörumerkið COS hefur opnað glæsilega verslun á Hafnartorgi með úrvali af tískuvörum bæði fyrir dömur og herra. Um er að ræða 600 m2 verslunarrými á tveimur hæðum í glæsilegu húsnæði sem á engan sinn líka á Íslandi m.t.t. arkitektúrs, staðsetningu og gæða. Sérstaklega er gaman að sjá hversu vel verslunin er útfærð þannig að stórir gluggafletir njóta sín sem gerir verslunina einstaklega bjarta og skemmtilega með stórbrotnu útsýni yfir á Arnarhól og Stjórnarráðið.
08.
jún.

Valfrjálst yfirtökutilboð Regins hf. í Eik fasteignafélag hf.
Stjórn Regins hefur sent tilkynningu í Kauphöll Íslands þar sem tilkynnt var um ákvörðun stjórnar um að lagt verði fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf. Við sjáum fyrir okkur nýja sókn þessara tveggja félaga undir nýju nafni og merki.
07.
jún.

Fasteignamat 2024
Fasteignamat eignasafns Regins kemur til með að hækka um 2% milli áranna 2023 og 2024. Atvinnuhúsnæði í heild sinni á landinu hækkar hins vegar um 4,8%.
26.
maí

Reginn gefur út nýja græna skuldabréfaflokka
Þann 25. maí 2023 voru gefnir út tveir nýir grænir skuldabréfaflokkar. Báðir flokkarnir eru grænir og eru veðtryggðir undir almenna tryggingarfyrirkomulagi Regins. Með farsælu útboði á þessum tveimur flokkum náðust öll meginmarkmið félagsins og standa meðal verðtryggðir vextir félagsins í um 2,84% í kjölfar útboðsins.