Almennar fréttir / 16. apríl 2019

Collections opnar á Hafnartorgi

Collections opnaði 270 fermetra dömu- og herra tískuvöruverslun á Hafnartorgi á föstudaginn sl. en þar verður hægt að
nálgast úrval alþjóðlegra tískuvörumerkja á borð við Polo Ralph Lauren, Hugo Boss, Emporio Armani og Sand.
Verslunin er í eigu Föt og skór ehf., sem á og rekur Herragarðinn, Boss búðina, Englabörn og Mathilda.

Annað fréttnæmt

20. nóv.

HSN flytur í Sunnuhlíð um áramót

Framkvæmdir við nýja heilsugæslu í Sunnuhlíð á Akureyri ganga vel og mun Heilbrigðisstofnun Norðurlands flytja í húsnæðið upp úr áramótum. Enn eru nokkur laus rými til ráðstöfunar og áfram er sérstök áhersla lögð á að bæta við rekstraraðilum í heilsutengdri þjónustu og verslun.
17. nóv.

Landsvirkjun flytur í Höfðatorgsturninn

Mikill áhugi hefur verið meðal fyrirtækja að vera með aðsetur í Höfðatorgsturninum í Katrínartúni 2. Í maí sl. var ritað undir grænan leigusamning við Landsvirkjun fyrir um 4.500 m2 í húsinu og mun starfsemi þeirra dreifast á fimm hæðir.